2.5.2008 | 15:26
Kosningarslagur í Skáksambandinu á morgun!
Þeir eru margir fyndnir pennarnir á blogginu ekki síst þegar kemur að því að tefla við páfann og stunda titlatogun.
Annars er um þónokkuð um að tefla hvað forsetaembættið í skákhreyfingunni varðar. Þótt mörgum þyki það kannski ekki miklir peningar hjá íþróttafélagi þá er þó um 25 milljónir króna úr að spila sem Skáksambandið fær í styrki hjá ríki (og borg?). Að auki hefur það hönd í bagga með launamál nokkurra stórmeistara, sem einnig fá greitt frá ríkinu og jafnframt kemur sambandið að stjórnun Skákskóla Íslands sem einnig er á fjárlögum. Þarna er því eflaust um svona 40 milljóna fyrirtæki að ræða (óbeint).
Að auki má nefna að til stendur að stofna Skákakademíu hér á höfuðborgarsvæðinu sem Skáksambandið mun hafa afskipti af og svo að gera Reykjavík að skákhöfuðborg landsins sem einnig er á döfinni. Þarna er bæði um enn meiri peninga og mikil áhrif að ræða.
Guðfríður Lilja var t.d. næstum kominn inn á þing fyrir forsetasetu sína (og er nú framkvæmdastjóri Vinstri grænna) en áður skolaði stóllinn Guðmundi G. Þórarinssyn inn á þing. Auk þess má nefna að Guðfríður Lilja var á þokkalegum launum við forsetastarfið (eða að minnsta kosti var henni boðið 200.000 kr. á mánuði fyrir það en óvíst er enn hvort hún hafi þegið það, þótt ítrekað hafi verið spurt eftir því). Þá hefur skákin skilað Hrafni Jökulssyni ómældum (eða eigum við frekar að segja óframtöldum?) tekjum.
Annar þeirra sem er í framboði nú, Björn Þorfinnsson, hefur löngum haft áhuga á því að verða atvinnumaður í skák. Hann hefur mikið reynt til þess í gengum skákmennskuna en þegar í ljós kom að það var honum ofviða þá horfir hann hýru auga til forsetans. Reyndar mun Bjössi líklega vinna það starf kauplaust þar sem honum mun standa til boða að vera framkvæmdastjóri Skákakademíunnar og það á fullum launum auðvitað! Ef af verður þá er hann kominn með tvær lykilstöður innan skákhreyfingarinnar. Hafa menn ekki haft önnur eins völd frá því að Einar S. Einarsson (fyrrverandi í VISA) var og hét.
Hinn frambjóðandi er hinn þekkti rýtmagítarleikari og bítlaaðdáandi, Óttar Felix Hauksson, sem hefur verið formaður Taflfélags Reykjavíkur (TR) undanfarin ár og haldið þar vel utan um hlutina. Auk þess er hann núverandi varaforseti Skáksambandsins en það hefur lengi verið hefð að varaformaður taki við þegar formaður hætti. Svo var þegar Guðfríður Lilja varð forseti en þess ber að geta að hún er í því félagi (Helli) sem hefur ráðið ríkjum í Skáksambandinu undanfarin ár.
Kosningarnar á morgun verða eflaust spennandi. Segja má að þar takist á tvö stórveldi í skákinni TR og Hellir, og er Bjössi frambjóðandi þess síðarnefnda. Það hefur lengi verið mikill rígur milli þessara félaga - og oft rifist yfir furðu miklum smáatriðum svo sem um fréttaflutning á skak.is þar sem TR-ingum fannst ritstjórinn og Hellismaðurinn Gunnar Björnsson gera félagi þeirra of lágt undir höfði. Eftir það hefur ritstjórinn haft horn í síðu formanns TR og segja illar tungur að sú óvild sé orsök þess að varaforsetinn fái ekki að setjast í forsetastólinn eftirsótta.
Þá hafa Hellismenn smalað mikið síðustu dagana - og segja áreiðanlegar heimildir að Bolvíkingar hafi notið góðs af því í liðs- og fjársöfnun félagsins hér um daginn.
Úrslitin ráðst sem sé á morgun og um bítast tveir núverandi stjórnarmenn í Skáksambandinu. Við eigum því ekki von á neinni hallarbyltingu hvernig sem sú rimma fer.
Guðfríður Lilja lætur af embætti forseta Skáksambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.