5.5.2008 | 14:58
Mótmæla Bandaríkjamönnum?
Það er spurningin hverju Sómalir eru að mótmæla. Margra áratuga íhlutun Bandaríkjamanna af innri málum þeirra eða óðaverðbólgu? Kannski hvoru tveggja því að afskipti Bandaríkjamanna af innanríkismálum í Sómalíu hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir þjóðina, þar á meðal þessa óðaverðbólgu.
Afskipti þessi byrjuðu þegar þeim tókst að steypa þjóðhöfðingja Sómala, sósíalistanum Barre (sem vestrænir fjölmiðlar kalla alltaf einræðisherra), af stóli árið 1991 og fengu ættflokkahöfðingja landsins til að hjálpa sér við það. Innrás Bandaríkjamanna í landið lauk þó með hraklegum ósigri þeirra svo þeir gripu nú nýlega til annarra ráða, þ.e. að fá Eþíópíumenn í lið með ættflokkaherjunum og steyptu vinsælli stjórn landsins.
Síðan þá hafa Bandaríkjamenn með hjálp vestrænna leppa sinna tekist að stimpla stærsta stjórnmálaflokk landsins sem terroristasamtök og gert margítrekaðar loftárásir á heri fyrrverandi stjórnar sem er að reyna að verjast innrásarliði Eþíópa.
Nú síðast drápu Bandaríkjamenn fjölda andspyrnumanna þar af helsta leiðtoga þeirra. Ekkert hefur heyrst frá alþjóðasamtökum vegna þessara brota á þjóðarrétti, eða á þessu morði á fyrrum þjóðarleiðtoga landsins.
Hins vegar berast nú fréttir af tveggja daga ráðstefnu vegna ástandsins í grannríkinu Súdan og alltaf er verið að hneykslast á framferði Kínverja gagnvart Tíbet og Burmastjórnar á þegnum sínum.
Ljóst er að "kalda" stríðinu er hvergi lokið. Enn er verið að ráðast á þjóðir sem leyfa sér að viðhafa annað stjórnarform en kapitalistískt - og allur heimur situr hjá og þegir eða styður það heilshugar - en glæpamenn sem styðja Kanann fá að fara sínu fram.
Samt er þessi sami kapitalismi að ganga af þegnum þriðja heimsins dauðum - og um leið að stefna öllu mannkyni í hættu umhverfisváar - vegna ofhlýnunar veraldar.
Er ekki kominn tími til að andæfa af einhverri alvöru gegn þessu markaðskerfi sem hefur ekkert annað en misskiptingu og dauða í för með sér?
Þúsundir mótmæla í Sómalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.