Herskár tónn

Já, tónninn í Ísraelsmönnum verður sífellt herskárri og hótanirnar augljósari. Nú síðast (í moegun) hótuðu þeir loftárásum á Íran og virðast byggja þar á vísum stuðningi frá USA.

Merkilegt að Mogginn skuli ekki fylgja betur eftir fréttum að sífellt meiri hernaðarhyggju Bandaríkjamanna og besta vinar þeirra Ísraels. Ég hef t.d. ekkert lesið þar um kröfu Ameríkanna um 50 herstöðvar í Írak, stjórn þeirra yfir lofthelgi landsins og löghelgi bandarískra hermanna (og líklega "öryggissveitar"manna einnig). Mogginn segir ekkert frá þessu né það að Kaninn sé að þvinga Íraka til að ganga að þessum kröfum með því að hóta að stela af þeim 40 milljörðum bandaríkjadala ef þeir leyfi þetta ekki.

Það sem mér finnst þó uggvænlegast er að maður virðist  ekki eiga von á miklum breytingum í USA þó svo að hinn frjálslyndi" Barack Obama komist til valda. Hann lýsti jú fyrir skilyrðislausum stuðningi við Ísrael, stuðningi sem virðist hafa orðið til þess að Ísraelar sé nú óhræddari við að fara með ófriði að nágrönnum sínum en áður.

Já, það stefnir allt í stórstyrjöld í Austurlöndum nær, þrátt fyrir væntanleg forsetaskipti.


mbl.is Olmert: Nær átökum en friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband