Ímynd Íslendinga

Fréttirnar af erfiðleikum Eimskips í kjölfar fréttar um gjaldþrot bresku ferðaskrifstofunnar XL sem Eimskip eiga hlut í, beina athyglinni að ímyndarvinnu íslensku ríkisstjórnarinnar sem fór fram á síðasta ári þegar útrásin stóð í blóma, eða í nóvember 2007.

Gefin var út skýrsla snemma á þessu ári, m.a. um ímynd Íslendinga á sjálfum sér og að landsmenn hafi almennt verið sammála um að kraftur og frelsi einkenndu atvinnulíf landsins. Nefnd sem var skipuð til að vinna með þessa ímynd lagði í framhaldi af þessari könnun til að kjarninn í ímynd Íslands væri kraftur, náttúrulegur kraftur, enda telji Íslendingar sig almennt vera duglega, bjartsýna og áræðna og að náttúrulegur kraftur og frumkvæði einkenni atvinnulífið.

Útrásarstemmningin er áberandi í skýrslu nefndarinnar. Þar segir ma. að í þjóðinni búi náttúrulegur kraftur sem mótast hefur í sambúð við harðbýla en gjöfula náttúru. Íslendingar búi yfir eiginleikum sem gegnt hafa veigamiklu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar og eru nú grunnurinn að kröftugu viðskiptalífi  og framsæknu samfélagi. Kraftur og aðlögunarhæfni þjóðarinnar hefur skilað Íslandi í hóp samkeppnishæfustu landa heims.

Síðan þetta var skrifaðhefur komið upp önnur mynd af útrásarmönnum okkar, sem mótuðu þessa ímyndarvinnu. Nú er ljóst að þeir hafi stundað áhættufjármálastarfsemi í mjög ríku mæli sem hefur leitt til þess að fjöldi fyrirtækja erlendis í eigu Íslendinga hafi farið á hausinn eða standa mjög illa. Nú er svo komið að íslenskir fjársýslumenn er orðið illræmdir í nálægum löndum eins og í Danmörku og Bretlandi þar sem umsvifin hafa verið mest. Ímynd þjóðarinnar er nú orðin allt önnur en stefnt var að.

Í skýrslu ímyndarnefndarinnar segir að sterk, jákvæð ímynd sé náttúruleg nauðsyn hverri þjóð. Hún byggir á eiginleikum fólks, samfélagsgerð, atvinnulífi og stjórnskipulagi, athöfnum og orðum og þeim af­urðum sem þjóðin skapar. Jákvæð ímynd styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar. Ímynd megi líkja við viðskiptavild, sem laðar að fólk, fjármagn og hugmyndir og er efnahagslífi þjóðar nauðsynleg.

Þetta er eflaust satt og rétt en nú er svo komið að ímyndin er komin í andhverfu þess sem stefnt var að, þ.e. orðin harla neikvæð. Útlenskir fjölmiðlar líta á Íslendinga sem áhættusækna og siðlausa þjóð í viðskiptum sem kæri sig kollótta þótt athafnir hennar verði til þess að fjöldi fólks vissir atvinnu sína eða bíður tjón af viðskiptum við  fyrirtæki í eigu þessarar örþjóðar.

Það er kannski kominn tími til að vinna ímyndarvinnuna aftur og þurrka út allt sem stendur um áræðni og náttúrulegan kraft og gangrýna í staðinn áhættusækni og græðgi þessarar eyþjóðar ?


mbl.is Eimskip lækkaði um 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 460003

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband