Er ekki komin tķmi til aš setja einhverjar skoršur į gjaldeyrisvišskipti?

Žó svo aš allir žykjast koma af fjöllum og engin viti neitt um įstęšu žess aš króna veikist svona illilega, eša kenna fjįrmįlakreppunni śti ķ heimi um, žį vita ķ raun allir aš žaš er bankarnir sem eru aš braska meš gjaldeyri til aš reyna aš laga įrsfjóršungsreikninga sķna og žar meš lįnakjör sķn ytra.

Alls stašar śti ķ hinum stóra heimi er veriš aš krefjast žess aš komiš verši böndum į órįšsķu og brask fjįrmįlafyrirtękja meš žvķ aš setja reglur um starfsemii žeirra. Nżfrjįlshyggjan er nefnilega ķ andaslitrunum og hefur bešiš algjört skipsbrot.

En hér heima er ekkert gert, žó svo aš formašur Samfylkingarinnar rumski öšru hverju og gagnrżni hinn óhefta kapitalisma. Rķkisstjórin gerir ekkert, Fjįrmįlaeftirlitiš ekki heldur og ķ žeirri tómu tunnu sem bylur hęst ķ žessa daganna, Sešlabankanum, heyrist heldur ekki mśkk ķ žį veru.

Ég las um daginn um Tobinskattinn svokallaša sem gengur śt į žaš aš setja gjald į gjaldeyrisfęrslur. Upphafsmašur žeirra hugmyndar var bandarķskur hagręšingur, Tobin aš nafni, sem fékk Nóbelsveršlaun ķ hagfręši įriš 1981.

Hann var enginn haftakarl en taldi naušsynlegt til aš sporna gegn žeim gķfurlega neikvęšu afleišingum sem brask meš gjaldeyri hafši į hinar fįtękari lönd heimsins - og hina fįtękari ķ rķku löndunum - og vildi koma į žessu gjaldi til aš koma ķ veg fyrir stórfellt brask. Hann vildi og lįta žetta gjald renna til Sameinušu žjóšanna til aš auka fjįrhagslegt sjįlfstęši žeirra gagnvart rķku löndunum (einkum USA).

Žessu hefur žvķ mišur ekki veriš alltof vel tekiš en vęri rįš hér heima nś žegar gjaldeyrisbraskiš hér er aš sliga žjóšina.

Um topbinskattinn mį lesa hér: http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2108 og hér: http://en.wiki­pedia.org/wiki/Tobin_tax.


mbl.is Krónan aldrei veikari
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Žaš veršur aš stoppa žessa vitleysu STRAX. Taka uppfastgengisstefnu mešan žetta rugl er aš jafna sig. Evra ķ 110 kr og yen ķ 0,70, eša žessi rķkisstjórn fara strax frį!

albert (IP-tala skrįš) 26.9.2008 kl. 12:00

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Fęrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frį upphafi: 460030

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband