6.10.2008 | 09:08
Ólíkt hafast þeir að!
Já, danskir ráðamenn fara allt öðruvísi að en kollegar þeirra hérna heima. Meðan Danir setja stórfé í varasjóð og neyða bankana til að snarhækka launakjör toppanna hjá sér þá segja þeir íslensku að engra sérstakra aðgerða sé þörf - og alls ekki að krefja bankanna um að lækka ofurlaun forstjóranna!!
Þá segist danska ríkisstjórnin hafa mikla og góða samvinnu við stjórnarandstæðinga um aðgerðir en hér látast menn ekki sjá útrétta sáttarhönd Steingríms og félaga.
Meira að segja verkalýðsforystan hér heima gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir skort á samráði. Og bloggarar landsins eru hneykslaðir á aðgerðarleysinu þótt þeir séu ýmsu vanir.
Algjört hrun hefur verið á mörkuð ytra eftir að þeir opnuðu í morgun þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir stjórnvalda ytra.
Hvað gerist þá hér þegar Kauphöllin opnar núna klukkan tíu? Svartasti dagurinn í sögu hennar?
Bönkum bjargað í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 355
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.