Kaupþings og Glitnis???

Kaupþings og Landsbankans á þetta auðvitað að vera, eins og áður hefur komið fram í fréttaskýringu Agnesar (og kemur upp sem frétt á mbl.is þegar þessi bloggfærsla er skrifuð).

Annars er þetta mjög athyglisverð frétt, þ.e. að alvarlega komi til greina að skipta Glitni upp á milli Kaupþings og Landsbanka. Nú fer maður að skilja betur af hverju ríkisstjórninni og Seðlabankanum lá svona á að eignast meirihluta í Glitni. Í krafti hans ráða þeir nú stjórn bankans og geta gert það við hann sem þeim sýnist.

Kannski er þetta skýringin á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar eftir hin stífu fundarhöld um helgina. Stóru bönkunum tveimur bjargað með því að gefa þeim Glitni?  

Er þá nema von að það séu komnar upp tvær grímur hjá Lífeyrissjóðunum og þeir farnir að draga í land með að færa fjármagn hingað heim, fyrst bankarnir þurfa ekket að skuldbinda sig í þeim efnum (aðeins gefa óljós loforð)?


mbl.is Eigendur Glitnis ekki með í ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Burtséð frá því hversu nákvæm þessi frétt er þá held ég að það sé alveg borðliggjandi að það myndi ekki "bjarga" neinum bönkum að hengja Glitni eins og myllustein um hálsinn á þeim. Hugmyndin hlyti að vera sala úr landi.

Arnar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:03

2 identicon

Þetta er eins og Jón Ólafsson sagði í þættinum Sjálfstætt fólk í gærkvöldi, að þetta væri handstýrð eignatilfærsla og mönnum eins og Davíð Oddsyni væri þá nákvæmlega sama þó landið fæi á hausinn í leiðinni. Egur skyldu skipta um hendur. Það ætla ég að vona að þessir menn verði sakfeldir og settir í fangelsi fyrir árás á íslenskt frjámálalíf og íslenskar fjölskyldur sem blæða fyrir vikið.

Valsól (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 458218

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband