9.10.2008 | 20:18
Stórþjónaður Íslendinga?
Getur það virkilega verið að íslensk stjórnvöld ætli ekki að bæta breskum sveitarfélögum eða félagasamtökum það stórtjón sem þau hafa orðið fyrir við gjaldþrot íslenska bankakerfisins?
Það var jú fjárfest í þessum sjóðum í trausti þess að þeir væru með íslenska ríkisábyrgð að baki - og ekkert gert til að leiðrétta þá skoðun eða benda á reglur EES sem kveða aðeins á um takmarkaða ríkisábyrgð.
Ljóst er að orð Árna Matthiesens um að íslensk stjórnvöld ætli sér að nýta sér ákvæði EES samningsins (og orð forsætisráðherra að nú hugsi hver þjóð um sig og aðeins um sig) hafi kallað á þessu hörðu viðbrögð Breta, þ.e. að Íslendingar muni ekki greiða nema takmarkana hluta tjónsins.
Þetta hefðum við nú kallað stórþjófnað ef við hefðum sjálf orðið fyrir þessu. Ljóst má vera að íslensku bankarnir fóru út í að bjóða þessa mjög svo hagstæðu texti af innlánsfé með það að markmiði að fá lausafé til að nota við að bjarga eigin skinni - og voru skítsama um tryggingar viðskiptavinanna, hvort þær féllu á íslenska ríkið eða á Breta.
Þetta eru jú fífl allt saman og eiga ekkert betra skilið-hugsunarhátturinn sem hefur einkennt íslenska fjármálamenn undanfarin ár, hugsun sem íslensk stjórnvöld hafa stutt með ráð og dáð.
En afleiðingar þessarar græðgisvæðingar er sú að ímynd Íslands út á við, ekki síst í Bretlandi, er nú farin veg allrar veraldar - ímynd sem ímyndarnefndin fræga komst að fyrir um hálfu ári síðan að væri dýrmætasta eign þjóðarinnar.
Já, þjóðin er ekki aðeins efnalega gjaldþrota heldur siðferðislega einnig - þökk sé frjálshyggjunni og stjórnmálaflokkum hennar.
Tjón breskra sveitarfélaga eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur ekki gerst adur ad eg skammist min fyrir ad vera islensk. Herna er listinn yfir sveitarfelogin http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk/7660741.stm
Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 9.10.2008 kl. 20:33
Það voru forsvarsmenn Landsbankans sem hefðu mátt drullast til að skrá bankann í Bretlandi. Ef Björgólfsfeðgar hugsa meira um mannorðið en peninga þá mega þeir standa á bakvið þessar kröfur.
Lesandi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.