Var Björgvin ekki búinn að heita öllum vinnu?

Þetta er athyglisvert og sýnir vel fagurgalann í politíkusi eins og Björgvini Sigurðssyni viðskiptaráðherra. Ekki aðeins að að einn þriðji hluti bankastarfsmanna missi vinnuna heldur fá þeir ekki sinn lögbundna þriggja mánaða uppsagnarfrest borgaðan. Nú er ég farinn að skilja af hverju eðalkratinn Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ hefur verið svona önugur upp á síðkastið. Samráðið við verkalýðshreyfinguna er ekkert

Ég trúi því hins vegar ekki að samtök bankamanna látið það yfir sig ganga að fólk þeirra verði sagt upp og fá uppsagnarfrestinn ekki borgaðan. Verkfallsvopnið er enn til staðar og sjálfsagt að breyta því þegar svona freklega er gengið á rétt manna. Og það er sterkt. Eða hvernig er hægt að reka þetta blessaða þjófafélag þegar allir bankar eru lokaðir?

Hvernig er það annars með viðskiptaráðherrann? Ber hann enga ábygð á ástandinu, heldur kemur fram eins og bjargvættur núna þegar allt er farið til fjandans?

Mér skilst að hann hafi á fundi í einum bankanna boðað endur-einkavæðingu bankakerfisins þegar ástandið væri komið í lag!!!

Nei, þessir menn læra ekkert af reynslunni, enda hafa þeir ekki gert nein mistök! Ætlum við virkilega að láta brennuvargana slökkva eldana?


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband