Misskilningur??

Ég held að það sé margoft komið fram að þetta var enginn misskilningur hjá fjármálaráðherra Breta, þó svo að íslensku ráðherrarnir vilji telja okkur trú um það. Það átti ofur einfaldlega aldrei að standa við þessar "skuldbindingar" enda vísaði Árni Matthiesen til EES samningsins um að ríkisábyrgð næði aðeins yfir hluta af innlánum Icesave-sjóðsins. Eða eins og einhver sagði. Mannorð Íslands skiptir engu máli, peningarnir öllu.

Auðvitað er það rétt að það eru Landsbankamenn sem bera stærstu sökina á þessum stórþjófnaði útrásarvíkinganna okkar á eignum fólks á Bretlandseyjum (og það ekki fyrsti þjófnaðurinn). En ríkisstjórnin getur ekki skotist undan ábyrgð og segjast þurfa að bjarga eigin skinni. Hún lét þessi umsvif bankans viðgangast og gerði ekkert til að benda Bretum á að ríkisábyrgð þessara innlánsreikninga væri ótryggð. Ef nema von að bresk stjórnvöld bregðist ókvæða við og komi fram við okkur sem hryðjuverkamenn?

Ljóst er að þótt við sleppum mögulega við fjárhagslegt gjaldþrot þá eru við siðferðilega gjaldþrota - og það illilega. Er ekki kominn tími til að fara að kenna siðfræði í skólum landsins og reyna að koma upp einhverri siðferðiskennd í þjóðina? Að græðgin ein megi ekki ráða?


mbl.is Útvarpsviðtal lagði Kaupþing á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér, DO sagði þetta skírt í Kastljósþætti.  Það er lágt á okkur risið núna.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 09:43

2 identicon

Davíð sagði í Kastljósi "að skuldir óreiðumanna í útlöndum yrðu ekki greiddar" ekki hægt að skilja að öðruvísi en að íslenska ríkið ábyrgðist ekki innlánin í bönkunum erlendis. Árni Matt tók undir þetta að mestu leyti. Hvað gátu bretar þá gert annað en það sem þeir gerðu.

Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Menn mega víst ekki gera að gamni sínu við þessa Breta!

Ég lagði þennan sama skilning í orð Davíðs og Gordon Brown enda var erfitt að misskilja nokkuð í þessari yfirlýsingu.

Árni Gunnarsson, 12.10.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband