10.10.2008 | 16:47
Já, auðvitað tilvalið að rannsaka eigin sök!
Brennuvargarnir eru sjálfir settir í að rannsaka ástæður brunans!!
Annars er furðulegt hve lítið heyrist í stjórnarandstöðunni um eftirlitshlutverk Alþingis. Nú er ekkert eftirlit með bankastofnunum því Fjármálaeftirlitið, sem á að sjá um þetta eftirlit, er sjálft orðið stjórnandi bankanna. Hver á svo að líta eftir Fjármálaeftirlitinu í þessu nýja hlutverki þess??
Þótt ég sé ekki hrifinn af Bandaríkjamönnum þá mega þeir eiga að þingræðið er miklu virkara þar en hér. Ríkisvaldið þar getur ekki sett lög án þess að leita til þingsins um að staðfesta þau. Og þingnefndir hafa mjög miklu eftirlitshlutverki að gegna.
Því spyr ég. Af hverju er ekki fyrir löngu búið að stofna þingnefnd til að hafa eftirlit með FME - og til að fara í saumanna á öllu þessu brunaferli? Varla er eðlilegt að Fjármálaefftirlitið og Viðskiptaráðuneytið hafi ótakmarkað umboð til að byggja upp á því sviði sem þeir sjálfir hafa svo stórlega vanrækt síðustu árin að hafa eftirlit með. Hvers vegna er stjórnarandstaðan ekki búin að krefjast þessa fyrir löngu?
Aðdragandi hrunsins rannsakaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hver skyldi nú vera frumástæðan fyrir því að fór sem fór. Það er með ólíkindum að hlusta á menn skamma ríkisstjórnina og seðlabankann um hrakfarirnar. Sá sem upphafinu veldur veldur miklu þar á mesta sök forseti landsinns Ólafur Ragnar Grímsson með því að samþykkja ekki fjölmiðla lögin. Útrásargaukarnir hafa getað hagað sér eins og þeir hafa viljað án allrar gagnrýni frá fjölmiðlum, Björgólfur á Moggann og Jón Ásgeir Fréttablaðið og þeir hafa stjórnað fréttaflutningi þessara fjölmiðla sem mæta til að taka myndir þegar Jólasveinarnir koma færandi hendi, Jóhannes í Bónus að gefa Mæðrastyrksnefnd eða Björgólfur að gefa Listasafni Íslands. Hinsvegar vanntar alla umræðu um að Jón Ásgeir þurfi að eignast aðra hverja sjoppu við Oxfordstreet og Björgólfur að hafa sem hobby að reka fótboltafélag´´i Englandi allt á okkar kostnað. Svo ef einhver ropar á þessa gauka þá er það kallað einelti. Ég segi skamastu þín Ólafur nú hefur það gerst sem allir skynsamir menn sáu að mundi gerast ef þessir fírar fengju að valsa um án aðhalds frá fjölmiðlum.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.