15.10.2008 | 21:39
Jæja, hvað með lánið sem féll á Glitni í dag?
Það féll kannski ekki á ríkið þó svo að það hafi þjóðnýtt bankann?
Nei, auðvitað ekki. Ný kennitala gerir það að verkum að ríkið mun aldrei þurfa að greiða það lán bankans, né nokkuð annað.
Og ekki þarf ríkið að greiða innlán IceSave-reikninganna því Tryggingarsjóður á ekki fyrir þeim. Nei, það er ekki að vera gjaldþrota, heldur bara að vera blankur!
Ummæli FT borin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 459085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekki að fara að skrifa um skák eða ?
Geiri (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:46
.......eða skrifa um Olsen-Olsen eða.......
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2008 kl. 21:49
Viðurkenni strax fávisku mína, en getur einhver útskýrt eftirfarandi fyrir mér.
1. Gamla bankinn tekur lán í t.d. Asíu
2. Gamli bankinn lánar mér og borgar af láni sínu til Asíu
3. Gamli bankinn fer á hausinn og borgar ekki lánið til Asíu
4. Nýji bankinn heldur áfram að rukka mig
5. Hvert fara þeir peningar
Dilbert, 15.10.2008 kl. 21:51
Dilbert ! þú ert snillingur, ég ætla upp í Nýja Glitni á morgun og segja þeim að ég skuldi þeim ekki krónu með gati, ég skuldaði gamla Glitni sem fór á hausinn og borgaði ekki sitt lán erlendis, því ætti ég að borga nýja bankanum lán sem þeir veittu mér ekki en rukka mig samt fyrir.
Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 22:04
Ég held þú getir farið þessa leið, nema að lánið verður þá líklegast gjaldfellt á þig til að greiða kröfuhöfum þrotabúsins. Ef þú ert með íslenskt verðtryggt lán er kannski sniðugt að greiða lánið upp því það má búast við vaxandi verðbólgu, sértu hinsvegar með erlent lán værirðu að greiða það upp á sögulega háu gengi.
Jóhann (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 22:28
Eftir stendur samt spurningin um hvað nýji bankinn gerir við aurinn frá mér. Varla borgar hann lánið í Asíu. Og hver gjaldfellir lánið á mig. Gamli, nýji eða skilanefndin kannski...
Dilbert, 15.10.2008 kl. 22:33
Hvernig er hægt að gjaldfella á mig lán sem þeir vilja taka ekki ábyrgð á og borga sínum skuldara ? á ég á að borga nýja Glitni af láni sem gamli Glitnir tók og stóð ekki í skilum, ég vill borga mín lán til þeirra sem veittu mér lánið en ekki til þeirra sem yfirtóku lánið mitt og neita að borga það uppí gamla lán Glitnis.
Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.