Samfylkingin í lið með nýfrjálshyggjunni!

Merkilegt að heyra að Jafnaðarmenn skuli vera sá aðili í ríkisstjórn með hægri frjálshyggjuflokki sem leiði hugmyndir að láta "gæðastjórn" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka yfir á Íslandi (eins og Össur orðaði það svo smekklega á fundi SF fyrr í dag).

Það er ekki aðeins afsal á sjálfstæði þjóðarinnar heldur einnig bein árás á velferðarkerfið - sem gamli krataflokkurinn miklaði sér svo mjög af hér fyrrum að hafa komið á.

Nei, biðjum þá frekar um leiðsögn Davíðs Oddssonar og um Rússalánið.

Ljóst er, af Silfri Egils í dag, að aðförin að Davíð er runnin undir rifjum Jóns Baldvins (enda Kolfinna dóttir hans einn helsti aðstandandi mótmælanna í gær). Mig minni að hnífurinn hafi ekki komist á milli þeirra félaga, Davíðs og Jóns Baldvins, í Viðeyjarstjórn þeirra (eftir öll hnífalögin í bak manna þá). Hvað hefur gerst eftir það, sem sletti svo hrikalega upp á vinskapinn?

Ljóst er af þessu að Vinstri grænir eiga enga samleið með Samfylkingunni lengur. Það er hins vegar spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn og VG eigi ekki að fara að tala saman og standa vörð um sjálfstæði Íslands - og velferðarkerfið?


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því miður er það nú svo, að Samfylkingin hefur frá upphafi verið mjög höll undir frjálshyggjusjónarmið. Þessi undarlegi flokkur er ekki jafnaðararflokkur fremur en Sjálfstæðisflokkurinn.

Jóhannes Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband