Engar upplýsingar hjá Geir og allt í lagi!

Þetta var alveg furðulegur blaðamannafundur og aðeins eitt sem hann upplýsti um, að sótt hafi verið um lán hjá Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins og að komist hefði að samkomulagi um skilyrðin.

Samkvæmt Geir voru skilyrðin í raun engin - þjóðfélagið okkar væri það háþróað nú þegar! -  en fulltrúi sjóðsins sagði allt annað.

Hann gaf í skyn að það þyrfti að hækka vexti aftur og draga mjög mikið úr velferðarkerfinu (sem væri óhjákvæmilegt vegna mikillar lækkunar skatttekna). Mér heyrðist hann segja að eitt skilyrðanna væri einmitt að lækka skatta, sem ætti að koma illa við Samfylkinguna, enda gaf Ingibjörg Sólrún það í skyn að þau vildu frekar hækka skattana.

Furðulegt var hve margir fréttamenn voru á fjölmiðlafundi Geirs og Sollu en fáir á fundinum hjá IMF.

Þó gátu menn sagt sér það fyrir að stjórnmálamennrinr gæfu ekkert upp (a.m.k. ekki Geir) en að efnahagssérfræðingarnir yrðu liðugri um málbeinið. enda var það svo.

Nú er bara að bíða eftir þýðingu á ummælum mannsins með danska nafnið, en hann sagði það eina markverða sem koma fram á fundunum í dag - þ.e. ksagði frá röfu sjóðins um mikinn samdrátt velferðarkerfisins. 

Svo eru bara viðtöl við samtök atvinnulífsins en ekki verkalýsðfélögin!!!!!

Já það er rík ástæða til að fjölmenna á Austurvöll á morgun kl. 14.00 og mótmæla þessu!


mbl.is Óska formlega eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 78
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 327
  • Frá upphafi: 459248

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 294
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband