Þessar yfirlýsingar verða nú ekki til að liðka fyrir gjaldeyrisyfirfærslur

Sérstaklega kemur á óvart hinn harði tónn forsætisráðherra. Hann er greinilega í atkvæðasnapi eftir frjálst fall flokksins í skoðanakönnunum undanfarið. Þegar á bjátar er ávallt best að höfða til þjóðerniskenndar eigin landsmanna - og helst fara í stríð.

Mér hefði nú fundist nær að fylgjast betur með umsvifum bankans ytra á sinni tíð - og helst koma í veg fyrir að hann stofnaði þessa innlánsreikninga (sem greinilega átti að stela ef allt færi á versta veg - og sem var skammlaust gert!).

Þá hefði mér fundist eðlilegt að draga bankastjóra Landsbankans og þá stjórnendur aðra sem komu að þessum reikningum, til saka, kyrrsetja eigur þeirra og takmarka ferðafrelsi þeirra.

Hvað varð annars um alla þessa peninga. Hvernig geta svo stjarnfræðilega háar upphæðir horfið eins og dögg fyrir sólu? Hver stal þeim eiginlega? Björgúlfarnir???

En eins og venjulega sleppa braskararnir, en heiðarlegir framleiðendur og útflytjendur hér á landi sitja uppi með tjónið (sem og almenningur). Ég spái því að það verði ennþá erfiðara fyrir útflytjendur að fá galdeyri sinn í breskum bönkum yfirfærðan á reikning sinn hérlendis en verið hefur (og er ástandið þó nógu slæmt fyrir) eftir þessar yfirlýsingar forsætisráðherra. Hann er orðinn jafn sekur í þessu máli og Árni Matt. og Davíð Oddsson.

Útflytjendur mega teljast heppnir ef Bretar leggja ekki hald á gjaldeyri þeirra til frambúðar. Hvað gerir ríkisstjórnin þá? Sendir varðskipin til Bretlands?


mbl.is Ágreiningur um lagatúlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Foringinn sagði um Breska ráða menn að þeir væru drykfeldir, og vissu hvorki í þennan  heim né hinn,og væru undirmálsfólk ,mér sýnist það rétt hjá honum, í íslenskir bankar skulda Þjóðverjum fimm sinnum ,meir og ekki hefur heyrst múkk í  þeim kannski er þarna vinnir okkar sem við gleymum ,kv ADOLF

ADOLF (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband