25.10.2008 | 13:36
Oft ratast kjöfugum satt orð á munn
Jæja. Þá heyrist loksins í manni sem er dauðasekur sjálfur, en kemur þó með réttmæta gagnrýni.
Hávaxtastefna Seðlabankans sem ríkisstjórnin ber auðvitað ábyrgð á, sérstaklega forsætisráðherra sem yfirmaður Seðlabankans, er orsök þessarar kreppu sem við höfum lent í. Erlendir aðilar hafa verið að blóðmjólka galdeyrissjóð Seðlabankans og þar með þjóðarinnar vegna hávaxtarstefnunnar, nú undanfarin fjölmörg ár.
Ábyrgðaraðilarnir eru ríkisstjórnir síðustu ára sem lagði blessun sína yfir þessa stefnu, og leggur enn þar sem Geir Haarde neitar að koma ábygðinni yfir á Davíð og bankann, og einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur ráðið peningamálastefnunni nú í næstum tvo áratugi.
Það er komið að uppgjöri og tími til kominn að flokkurinn er látinn bera ábyrgð á hruninu. Eina krafan núna er að ríkisstjórnin segi af sér og að boðað verði til kosninga hið fyrsta.
Burt með Geir Haarde og flokk hans úr stjórn landsins! Við þurfum nýja stjórn til að koma í veg fyrir að endurreisnin lendi öll á almenningi en braskararnir sleppi.
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á að leysa Sjálfstæðisflokkinn upp með lögum, eyða þessu spillingar fyrirbæri af yfirborði jarðar.
Valsól (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:27
Torfi Kristján. Telur þú í alvöru að nú sé rétti timinn til að ríkisstjórnin segji af sér og boðað verði til kostninga? Nú þegar verið er að reyna að stýra skútunni í gegnum mesta brimskafl sem hún hefur lent í til þessa. Á þá áhöfnin öll undir forystu skipstjórans að stökkva frá borði, yfirgefa bara skipið til að þóknast þér og þínum líkum? Telur þú það vænlegt til árangurs og bestu niðurstöðu? Öfugt á við þig tel ég að eina krafan nú sé að skipstjórinn sé nógu yfirvegaður til að stýra skútunni út úr brimskaflinum heilu og höldnu, ekki síst ef það er honum að kenna að hún er í þeim ólgusjó sem hún er nú í eins og þú heldur fram. Og síðan annað. Hvaða nýja töfraríkisstjórn ert þú með sem getur komið í veg fyrir að endurreisnin lendi ekki á almenning? Ef þú getur útskýrt það nánar fyrir okkur hinum munum við örugglega styðja þig til valda því ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að þú gefir kost á þér til að bjarga okkur frá því. Ef þú lumar á þvílíkri snilld verður þú endilega að upplýsa okkur hin sem erum alveg ráðalaus. Því er spurningin; Hvaða ríkisstjórn er þetta sem þú ert að boða? Svar óskast við því.
Valsól. Eftir hvaða lögum ert þú að kalla? Einhverjum svipuðum og breski forsætisráðherran setti á okkur Íslendinga kanski? Eftir því sem ég best veit og skil getur enginn leyst upp Sj.flokkinn né neinn annan flokk eða félag nema þeir sem í honum (þeim) eru. Sú ákvörðun verður að koma innan frá. Hættum svona bulli. Stöndum saman, nú sem aldrei fyrr. Hvað sagði Óli Stef, ein af þjóðhetjunum við heimkomuna frá ÓL? Rifjum það upp núna því þau orð hafa nú öðlast miklu dýpri merkingu.
Viðar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.