Ekki voru allir biskupar svona!

Ég er nú ekki alveg sammála fólki sem hefur bloggað hér um að kirkjan hafi aldrei þorað að tala gegn misgerðum yfirvalda - og það á mannamáli.


Við höfum átt biskup sem hræddist ekki að ræða um pólitísk deilumál samtímans, svo sem um ágirnd þeirra ríku, þ.e. Jón Vídalín. Hann réðist gegn auðsöfnun og það ranglæti sem hún hefur í för með sér, beindi spjótum sínum að innlendu höfðingjavaldi og óttaðist ekki viðbragða þeirra:

„varla er nokkurt það ranglæti í heiminum sem að auðurinn sé ekki viðriðinn með einhverju móti. Hvaða ranglæti hafa menn ekki við í því að afla hans í kaupum og sölum með yfirvarpi laga og réttinda, til að svæla undir sig eigur annarra með féburði í dóma, með ráni og stuldi, með ofríki og ásælni, með lygum og prettvísi?“

Hann bætir við: „Eða hvað gera þeir sem brúka hann til ofmetnaðar, stæra sig þar af, þakka sjálfum sér fyrir sitt lukkulán, færa fórnir fyrir sínu eigin neti, brúka fé sitt til að niðurdrepa hann sem rangindin líður, til að réttlæta hinn rangláta en fella ranglátan dóm yfir hinn saklausa, til óhófs í mat og drykk og annars bílífis en láta hinn fátæka og nakta þorsta og hungur líða“.

Ég sakna þessa tóns hjá biskupi bæði núna og um daginn þegar hann boðaði sátt og samstöðu - og að við ættum ekki að leita að blórabögglum.


mbl.is Aldrei verið auðugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband