Nokkur fjöldi?

Merkilega frásögn Moggans af mótmælafundinum við Ráðherrabústaðinn í dag.

Það er athyglisvert að bera hana saman við frétt norska blaðsins Aftenposten þar sem segir í fyrirsögn að um 2000 manns hafi mótmælt þögn ráðamanna og bætt við að krafist væri afsagnar forsætisráðherrans (og seðlabankastjóra). Merkilegt að ekki skuli vera minnst á það í frétt Moggans.

Undirfyrirsögn fréttarinnar var um reiði Íslendinga, sjá http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2733879.ece

Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir Geir Haarde, ekki síst vegna eindregins stuðnings hans við Davíð Oddsson.

Spurningin er bara sú hvort Geir vilji fórna ráðherrastólnum fyrir að bjarga skinni síns gamla herra, skinni sem allir hljóta að sjá að verði ekki bjargað úr þessu.

Mín vegna má Geir alveg halda áfram að slá skjaldborg um Davíð. Þá sýnir sig vel að í drambi hvers manns er fall hans falið. 


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

nokkur fjöldi er mjög ónákvæmt og lýsir vilja til að gera lítið úr hve margir voru. En frásögn Aftenposten er röng. Ég heyrði ekki mörg þúsund manns krefjast afsagnar Geirs og margir voru í bænum bara út af kjötsúpuhátíð á Skólavörðustíg.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.10.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er í raun sá stjarnfræðilegi munur á umfjöllun aftenposten.no og mbl.is á þessum aðgerðum að það mætti halda að fréttamennirnir sem skrifuðu þessar frétti tilheyrðu ekki sama stjörnukerfi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 00:33

3 identicon

Ef það eru fáir þa er taliðog sagt um 100 manns eða um 200 manns en ef það eru margir þa er það bara "nokkur fjöldi" og við köllum okkur lýðræði !!!!ha ha ha þvílíkur brandari..

Elín (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:36

4 identicon

Fréttir í íslenskum fjölmiðlum eru takmarkaðar og fólkinu er haldið óvitandi um ástandið.

Seðlabankinn er í raun gjaldþrota og krónan er ekki lengur til.
Þær krónur sem eru í umferð á Íslandi eru ekki meira virði en matardorpeningar.

Mótmæli gegn valdaklíkunni sem orsakaði þetta hrun eru höfð að háði og spotti af ríkisfjölmiðlunum.
Mafíuforinginn í Seðlabankanum situr sem fastast í brunarústunum og gefur út tilskipanir gegnum leppstjórn sína að þegnarnir eigi að snúa bökum saman og halda kjafti.

Margir íslenskir gáfumenn kyssa svipu mafíuforingjans til að tryggja sér salt í grautinn.
Þeir vitna í gríð og erg um að hrunið sé öllum eða engum að kenna og enginn sé sekur um neitt nema þá illmennin Gordon Brown og Darling.
Hinn  mikli  "Foringi" er óskeikull og hann "varaði við hættunni" en enginn hlustaði á hann.

Íslendingar verða núna að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu og endurreisa lýðveldið.
Ef þessi spillta klíka fer ekki frá með góðu, verður að setja á stofn útlagastjórn í einhverju nágrannalandi Íslands og fá aðstoð vinveittra þjóða til að frelsa landið.
Á næstu mánuðum munu þúsundir Íslendinga verða að flýja land vegna efnahagsþrenginga.
Það mun þannig verða nægur liðsafli til að leggja sjálfstæðisbaráttunni lið frá erlendri grund.


Orð Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi þann 9. ágúst árið 1851 eiga að vera okkur að leiðarljósi!

"Vér mótmælum allir“


þjóðfundur þann 9. ágúst árið 1851
Sjá slóð;   http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=V%C3%A9r_m%C3%B3tm%C3%A6lum_allir&oldid=528826

RagnarA (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband