28.10.2008 | 13:26
Hvað gerir Samfylkingin nú?
Það virðist deginum ljósara að Samfylkingin hafi tekist að pressa vextina niður hér um daginn þegar þeir fóru úr 15,5% í 12% (þvert gegn fyrri stefnu Seðlabankans og vilja Davíðs Oddssonar).
Nokkrum dögum síðar eru vextirnir aftur hækkað, ekki upp í sömu prósentutölu og áður, nei ekki aldeilis, heldur upp í heil 18%!!!
Ef Samfylkingin sættir sig við þetta þá er hún komin með allt niðrum sig - og fylgið mun hrapa af henni.
Á fréttamannafundinum þar sem greint var fram því að tekist hafi samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, lagði Ingibjörg Sólrún áherslu á að skilyrðin þyrftu ekki endilega að þýða stýrivaxtahækkun. Aðeins nokkrum dögum seinna kemur annað í ljós. Var hún að ljúga að okkur eða var verið að spila með hana?
Eitt er ljóst. Davíð Oddsson situr enn keikur í stóli Seðlabankastjóra og tekst enn að framfylgja eigin stefnu, nú með aðstoð Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðins. Eftir situr Samfylkingin og formaður hennar með sárt ennið og er orðin að athlægi fólks.
Eina ráðið fyrir Samfylkinguna úr þessu til að halda andlitinu er að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til nýrra kosninga.
Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 2
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 459961
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér þarf nýtt fólk í allar stofnanir og ríkisstjórn
Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 13:28
Mig mynnir að Samfylkingin væri að kvarta yfir að Davíð væri að þvælast fyrir því að tekið væri lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sennilega gæfulegast að skáld og listanenn stjórni þjóðinni í gegnum þetta og þeir eru vísastir til að bjarga alheimskreppu í leiðinni.
Ragnar Gunnlaugsson, 28.10.2008 kl. 13:51
Af hverju eru íslendingar að kvarta? Íslenska fólkið hefur aftur og aftur kosið sérhagsmunaflokkana D og B. Allir sem kusu B og D eiga sjálfir sök á hvernig málum er háttað í dag. 29% VILJA KJÓSA D Í DAG!!!
Nýfjötri (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.