Heimtaði Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn svona mikla hækkun ... ?

... eða notaði Davíð tækifærið til að klekkja á Samfylkingunni og ákvað sjálfur hve vextirnir hækkuðu mikið? Það þarf að fá skýr svör við þessu, sem og öðru, varðandi leynimakk stjórnarinnarvið gjaldeyrissjóðinn.

Ég held að það sé að minnsta kosti ljóst að þessi mikla hækkun hafi komið Samfylkingarfólki mjög á óvart. Vissi það ekki um kröfur AGS og var það tekið með buxurnar á hælunum? 

Annars er furðulegt hvað lítið hefur breyst í valdapíramítanum þrátt fyrir gjaldþrot ÍSLENSKA RÍKISINS OG ÚTRÁSARINNAR. Davíð heldur enn blaðamannafundi og baðar sig í sviðsljósinu.

Sama gera útrásarvíkingarnir sem þó hafa stolið undan meiri fjáhæðum en áður þekkist í sögu þjóðarinnar (og er þá miklu saman að jafna).  Þeir eiga enn greiðan aðgang að fjölmiðlum landsins, birtast þar hver um annan þveran og hvítþvo sig fyrir framan þjóðina.

Er nema vona að gert sé grín að okkur Íslendingum í útlenskum fjölmiðlum.

Í dag var þáttur í norska ríkisútvarpinu þar sem sagt var frá muninum á okkur og Japönum. Nú er kreppa í Japan og koma sökdólgarnir fram hver á fætur öðrum og biðja þjóðina afsökunar. Sjálfsmorð þeirra eru tíð - framin harakíri næstum því á hverjum degi.

En hér á landi kunna menn ekki að skammast sín, bera enga ábyrgð  - og kenna hver öðrum um.

Já, mikil börn erum vér - Íslands börn. 


mbl.is Efast ekki um sjálfstæði bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heimtaði hann það yfirleitt?? Skoðaðu þetta!

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 459963

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 143
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband