6.11.2008 | 19:56
Merkileg uppákoma
Það hlýtur að vekja furðu að ríkissaksóknari hafi hætt rannsókn á starfsemi bankanna áður en sérstakur saksóknari er skipaður til að framkvæma slíka rannsókn.
Eðlilegra hefði verið að hann knýði á um að skipun slíks rannsóknaraðila yrði hraðað sem mest mætti og héldi rannsókninni áfram á meðan beðið væri eftir þeirri skipun.
En ónei! Hann hættir einfaldlega við rannsóknina þó svo að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ætti að vera í lófa lagið að taka slíkt að sér á meðan beðið er eftir nýrri skipan mála.
Þetta sýnir auðvitað hvað arfavitlaus það var að fela ríkissaksóknara þessa rannsókn, vegna hagsmunatengsla hans. Ætla má að ákvörðun hans nú eigi sér orsök í sömu hagsmunatengslum, séu meðvitaður verknaður til að tefja rannsóknina og þar með gefa einum helsta sökudólgnum, Exista og syni sínum, tíma til bjarga eigin skinni.
Er nema von að almenningur óttist að allar þær rannsóknir sem hefur verið lofað, og sagt að sé byrjað á, verði orðin tóm og að málin verði fyrnd loksins þegar rannsókninni er lokið?
Hver segir svo að stjórnkerfið í landinu sé ekki gjörspillt?
Valtýr rannsakar ekki starfsemi bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
..en hvað með allar skilanefndirnar sem eru að rannsaka eigin gjörðir. Ef fréttbörnin á RÚV og öðrum fjölmiðlum ötuðust jafn mikið í þeim ásamt hagsmuna- og vinatengslum Frjármálaeftirlitsins við fyrrum/núvarandi yfirmenn bankanna þá gæti verið að einhver léti undan og segði af sér sóma síns vegna.
En af því þetta eru sómalausir menn og fréttabörnin skyni skroppin að veita þeim ekkert aðhald þá fara þeir hvergi.
Ef þeir ekki fara af fúsum og frjálsum þá eiga viðskitpavinir eftir að bera þá út með valdi.
Bogi og Valtýr eru sómamenn. Þeir fóru.
101 (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.