7.11.2008 | 13:16
Íslensk stjórnvöld einn einu sinni gripin í bólinu!
Eins og komið hefur fram í hádegisfréttum Rúv og víðar, vissu íslensk stjórnvöld ekkert um þetta lánatilboð Pólverja og komu af fjöllum þegar spurt var um það, bæði forsætis- og fjármálaráðuneytið.
En Pólverjar vissu vel af þessu sjálfir og hafa eflaust tilkynnt íslenskum stjórnvöldum þetta eftir hefðbundnum boðleiðum.
Oft hefur verið talað um sofandahátt íslenskra stjórnvalda hvað efnahagskreppuna varðar, ekki síst í aðdraganda hennar, en þetta held ég að sé demban sem fyllir mælinn. Hvernig starfsmenn eru þetta eiginlega sem við eigum í ráðuneytunum?
Eða eru kannski 200 milljónir dala slík smásletta í hið hyldjúpa dý skuldasúpunnar að það tekur því ekki að vera að tala um það?
Það virðist þurfa að hreina til víða í kerfinu, en eflaust borin von að það verði gert.
Pólverjar munu lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þeir eru með hausinn í sandinum. Ættu kannski að fara að opna póstinn sinn.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.11.2008 kl. 14:07
íslensk stjórnvöld hafa beðið svo margar þjóðir um lán að þau muna kannski ekki eftir þeim öllum.
Þórdís (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.