7.11.2008 | 13:40
Geir blaðrar og blaðrar en ekkert heyrist í Samfylkingunni!
Já, yfirlýsingagleði Geirs eða réttara sagt afneitunarárátta hans er að verða meira en lítið pínleg. Hann ætti að taka Samfylkingarfólkið sér til fyrirmyndar og hætta að vera svona aðgengilegur fyrir fjölmiðlamenn. Þá gæti hann kannski gefið sér tíma til að hugsa áður en hann talar tóma tjöru.
Það er annars athyglisvert hversu lítið heyrist frá ráðherrum Samfylkingarinnar. Meira að segja blaðurskjóðan Björgvin Sigurðsson er þagnaður, eða hefur verið þaggað niður í.
Á hvað veit þessi þögn? Er Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit?
Athygli vakti á Alþingi í gær, að þar voru þrír Sjálfstæðismenn komnir í stjórnarandstöðu, og menntamálaráðherra sjálfsagt verið sá fjórði ef eiginmaðurinn hefði ekki lenti í bankahruninu miðju og farið betur út úr því en almenningur.
Enn meiri athygli mína vakti þó að það heyrðist ekkert í þingmönnum Samfylkingarinnar. Er nú verið að spila póker og gefa ekkert upp?
Menn spáðu stjórnarslitum síðastliðinn laugardag en stjórnin sat sem fastast.
Aftur er spáð falli ríkisstjórarinnar þessa helgina, enda rík ástæða til þar sem helsta vonarstráið, lán Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðsins, fæst ekki nema með algjörlega óaðgengilegum skilyrðum.
Þetta þýðir ekkert annað en að Ísland er gjaldþrota!
Eina ráðið fyrir Samfylkinguna til að bjarga eigin skinni er að segja sig nú þegar úr ríkisstjórninni og krefjast nýrra kosninga sem allra fyrst.
Kannast ekki við pólskt lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.