8.11.2008 | 17:17
2000 manns???
Þessi talning fjölmiðla og/eða lögreglu er alltaf jafn fáranleg - og hlægileg.
Það voru a.m.k. 5000 manns á Austurvelli í dag. Völlurinn var troðfullur af fólki svo færri komist að en vildu!
Og mótmælin voru friðsamleg að langmestum hluta. Einhverjir unglingar að kasta eggjum í Alþingishúsið, hvað með það?
Það sýnir aðeins óánægju fólks með valdið - og þá ólýðræðislegu hegðun sem stjórnvöld hafa sýnt undanfarið - fólki haldið í algjöri óvissu um hvað bíður þess.
Þá fögnuðu allir uppákomunni með Bónusfánann á þaki Alþingishússins - og þótti dæmigerð og réttmæt gagnrýni á skrípaleik síðustu mánaða.
Lögreglan talaði aldrei við þann sem að þessu stóð, hann slapp sem betur fer frá því að lenda í klónum á henni. Hins vegar tóku löggan vin hans fyrir það eitt að hafa hjálpað honum til að reisa stiga til að komast upp á þak. Samsekur, en um hvað?
Hvernig væri nú að dómsvaldið færi að snúa sér að hinum raunverulegu sökudólgum, og leiða þá í burt fyrir að gera þjóðarbúið gjaldþrota, í stað þess að níðast á réttsýnum og uppátækjasömum unglingum?
Já, það voru margir að mótmæla í dag en það verða mun fleiri á næsta laugardag ef stjórnvöld halda áfram sem horfir!
Hvernig ætli sé annars með norska hernaðarráðgafann og brynvörðu bílanna? Verður norskri hernaðaráætlun beitt um næstu helgi og fjölmennt, bryn- og táragasvarið lögreglulið á staðnum?
Geir Jón: Lítið má út af bregða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 84
- Sl. sólarhring: 169
- Sl. viku: 333
- Frá upphafi: 459254
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 295
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fréttaflutningur moggans er líka ansi skrautlegur frá þessum mótmælum. Í einni frétt er talað um nokkur hundruð manns, í einni eru það 2000, næstu 2-3000 og í tveimur eru það fleiri þúsund.
Svo er það með lögregluna. Eina stundina er talað um að veist hafi verið að lögreglunni en í næstu setningu fór allt friðsamlega fram.
Hvernig væri að mbl.is færi bara að gefa út bækur fyrst þeir eru svona duglegir við skáldskapinn.
Neddi, 8.11.2008 kl. 17:49
Betri er Geir Jón en Geir flón!
lelli (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:51
Lögreglan beið hingað og þangað um miðborgina. Ég sá 7 mótorhjólalöggur bíða innundir Ráðhúsinu. Þær voru tilbúnar að berja niður almúgan!
Snjalli Geir, 8.11.2008 kl. 17:51
Það er allveg með ólíkindum að heyra þetta helgi eftir helgi... Fjölmiðlar segja eitt og mótmælendur annað um fjölda þáttakanda. Ég veit það fyrir víst að mótmælendur námunda upp að næsta þúsundi á meðan fjölmiðlar námunda niður í næsta þúsund. Svona er þetta alltaf og mun alltaf vera...
Mín hugmynd er að tveir fuglafræðingar verði fengnir, einn frá fjölmiðlum og einn frá mótmælendum og þeir vinna að sameiginlegri fjöldatölu sem báðir aðilar geta nýtt sér í umræðu sinni. Þeir geta eflaust talið þetta nokkuð vel enda fuglaskoðunarmenn þekktir fyrir það að geta áætlað fjölda fugla sem fljúga hratt um himininn.
Stefán Þór Steindórsson, 8.11.2008 kl. 17:59
Mér var sagt að troðfullur Austurvöllur tekur um 7 þúsund manns.
Heidi Strand, 8.11.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.