9.11.2008 | 15:08
Fleiri Íslendingar í eldlínunni í dag
Já, þannig fór um sjóferð þá. Íslendingaliðið Stabæk tapaði bikarúrslitaleiknum. Veigar Páll getur þó verið sáttur við tímabilið, Noregsmeistari og í úrvalsliði deildarinnar.
En það eru fleiri Íslendingar í eldlínunni í dag. Til dæmis er verið að leika síðustu umferðina í sænsku deildarkeppninni. Þar er Sundsvall að tapa fyrir Malmö FF og þar með að falla úr deildinni. Hannes Sigurðsson (kallaður Uxinn (Oxen) af stuðningsmönnum liðsins) er ekki með Sundsvall vegna höfuðmeiðsla (þökk sé Dabba Grensás og félögum) og Sverrir Garðarsson er á bekknum, en Ari Skúlason er í byrjunarliðinu að venju.
Þá er Elfsborg og Helgi V. Daníelsson öruggt með annað sætið í deildinni og er yfir 0-1 gegn Gefle, en Kalmar er einnig yfir í sínum leik og öruggt með efsta sætið.
Gautaborg er í þriðja sæti deildarinnar og er jafnt í hálfleik gegn Helsingborg. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson eru í byrjunarliðinu að venju.
Þá er GAIS að tapa heima gegn AIK og er Eyjólfur Héðinsson ekki með liðinu, hvað þá hinir þrír nýju íslensku leikmennirnir.
Í Danmörku er AGF enn að gera það gott, með Kára Árnason í byrjunarliðinu að venju, jafntefli á útvelli gegn Horsens.
SönderjyskE, með Sölva Ottesen, og Bröndby, með Stefán Gíslason, eru einnig að leika í dag.
Emil Hallfreðsson er hins vegar enn á bekknum hjá Reggina sem er í neðsta sætinu í úrvalsdeildinni á Ítalíu. Annar landsliðsmaður, Arnór Smárason, er á bekknum hjá Heerenven að venju.
Vålerenga skellti Stabæk í bikarúrslitaleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessar góðu upplýsingar....
Halldór Jóhannsson, 9.11.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.