12.11.2008 | 08:59
Það fækkar óðfluga vinunum ...
Já, það eru greinilega fleiri vondir við Litla Ísland en Bretar og Hollendingar. Skrítið að þessar þjóðir geti ekki skilið það að við þurfum ákveðið svigrúm innan alþjóðasamfélagsins til að geta haldið uppi þeirri risnu sem er okkur, afkomendum víkinga, samboðin.
Þjófnaður hvað??
Annars er aðalfréttin í skandinavísku fjölmiðjunum í dag, ræða forseta Íslands sem hann hélt á föstudaginn var (sjá einnig hér á mbl.is). Í Dagens nyheter segir frá því að forsetinn hafi ráðist á Breta á þann hátt að jaðraði við svívirðingar.
Mesta athygli vakti þó þegar hann ýjaði að því að Ísland myndi leita nýrra bandamanna, ekki síst með herstöðina á Miðnesheiði í huga.
Rússarnir komu alveg af fjöllum og flýttu sér að fullvissa nærstadda um að þeir hefðu engan áhuga á aðstöðu þar!!!
Sagt er að ræða Ólafs Ragnars hafi skapað vantrú og nánast uppgjöf meðal sendiráðsfólksins sem var þarna viðstatt.
Já, nú er svo komið að framganga íslenskra ráðamanna hefur skapað mikla vantrú á íslenskum stjórnvöldum og nánast uppgjöf gagnvart því að hægt sé að bjarga landinu frá gjaldþroti.
Er ekki kominn tími til að breyta um kúrs, hætta að mála okkur út í horn og reyna að semja við skuldunauta okkar?
Vaxandi reiði í garð Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.