13.11.2008 | 18:24
Athyglisverð hugmynd
Mér lýst vel á þessa hugmynd Alibers. Málið er nefnilega það að með því að ganga til samninga við Breta, Hollendinga og Þjóðverja munum við þurfa að hleypa útlendingum inn í bankakerfið okkar (erlendir bankar eignast hlutdeild í þeim íslensku vegna skulda) og eflaust einnig afhenda þeim fallít fyrirtæki á silfurfari.
Þannig myndum við fara finnsku leiðina með tilheyrandi fjármagnsstreymi út úr landinu. Lánin sem okkur sendur til boða munu og kosta sitt - og við þurfa að borga vexti af þeim um ófyrirsjáanlega framtíð. Einnig þeir peningar munu streyma út úr landinu með tilheyrandi atvinnuleysi og láglaunastefnu hér innanlands.
Þá mun þetta verða til þess að bruðlið haldi áfram. Hluti af þjóðinni mun halda áfram að lifa fyrir efni fram - og verða nú enn skuldsettari en áður.
Í staðinn stendur okkur til boða að draga saman seglin, minnka neysluna og innflutning á munaðarvöru en auka innlenda framleiðslu og þar með útflutning - þ.e. ef við höfnum IMF láninu og veljum í staðinn sjálfstæðis- og einangrunarstefnu.
Í raun er valið einfalt. Leið Alibers er eina færa leiðin. Hátt gengi krónunnar hefur þegar leikið íslenskt samfélag grátt. Heimilin eru skuldsett í botn og vextir hærri en þekkist í nokkru öðru vestrænu ríki.
Lánið frá IMF felur í sér sömu stefnu og hefur nú þegar keyrt Ísland í þrot - okurvexti, afar erfið starfskilyrðum fyrir íslensk fyrirtæki og nær óviðunandi lífsskilyrði fyrir almenning.
Það er ekki laust við að manni rennur í grun að þetta sé allt eitt allsherjar plott - og þá af hendi Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.
Að bankakerfið hafi verið keyrt í þrot með yfirtöku Glitnis þann 29. september sl. með það eitt fyrir augum að festa hávaxtarstefnuna í sessi og gera hana að eilífðarlögmáli í íslenskri hagstjórn.
Og lokamarkmiðið með þessu öllu saman sé að gefa erlendum fjárfestum (og bröskurum) lausan tauminn hér til að rýja almenning inn að skinninu en halda uppi örlítilli elítu á ofurlaunum til að sjá um "stjórn" landsins - markmiðið sé að færa erlendu auðmagni Ísland á silfurfati.
Er nema von að þessi ríkisstjórn skuli hafa fengið á sig landráðastimpil?
Gætum hæglega sleppt IMF-láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 49
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 298
- Frá upphafi: 459219
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 274
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.