16.11.2008 | 21:20
Ekki útilokað um lánveitingar!
Ég rak augun í eitt varðandi samingana um Icesavereikningana, þ.e. að ekki sé útilokað að Bretar mundi lána okkur fyrir reikningunum!!!!
Ljóst er af orðum fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Sigurjóns Árnasonar, að nær ómögulegt mun vera að koma eignum bankans í verð - þannig að nær allir 640 milljarðarnir munu falla á þjóðina.
Og hverjar voru eigur bankans? Jú lánafyrirheiti, þ.e. ekki beinharðir peningar heldur samningar eða tengsl sem bankinn hafði yfir að ráða (og eru auðvitað orðin að engu um leið og traust bankans fór).
Og hvar eru allir peningarnir sem voru greiddi inn á Icesave-reikningana? Og hver er ábyrgur fyrir því að þeir peningar eru nú allir horfnir og saklaus almenningur látinn borga brúsann?
Ljóst er að fyrst og fremst er gengið til þessa samninga til að tryggja lánið frá Alþjóðagjaldeyrirsvarasjóðnum. En með því verður þjóðin bundin á klafa ofurvaxta um ófyrirsjáanlega framtíð með tilheyrandi atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum heimila og fyrirtækja. Af hverju þá að gefa svona mikið fyrir svona lítið?
Og það á eftir að semja um annað, þ.e. um þau lán sem gömlu bankarnir tóku og eru byrjuð að falla á nýja eigendur þeirra, ríkið.
Við hljótum að krefjast þess æ háværar en áður að við fáum að vita þetta allt saman - og að stjórnvöld axli ábyrgð á því að svona fór.
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.