19 milljarðarnir afskrifaðir?

Geir Haarde sagði á blaðamannafundinum áðan að mest af þessum 19 milljörðum dollarar sem íslensku bankarnir skulda, verði flestir afskrifaðir.

Mig minnir nú að hann hafi áður komið með ótímabærar og illa grundaðar yfirlýsingar, svo sem um að borga ekki Icesave-reikningana sem hann hefur runnið á rassinn með.

Það var tvennt sem Eftirlitsnefnd Evrópusambandsins spurði um, en við eigum aðild að henni sem EFTA-þjóð. Annað var um mismunun á þjóðerni sem sýndi sig að var ólöglegt og við urðum að hætta við.

Hitt varðaði neyðarlögin sem sett voru 6. október. Þau munu einnig vera á skjöl við reglur sem við höfum undirritað.

Ég á því eftir að sjá að íslenska ríkið geti afskrifað þessa 19 milljarði dollara án þess að það heyrist frá lánadrottnum bankanna og ríkjum þeirra.

Hvað þá að velta upp hér og nú hversu ómóralskt og niðurlægjandi það er fyrir okkur sem þjóð, ef svo verður.

Við verðum þá þekkt sem kennitöluflakkaraþjóðin, en það er eitthvað sem Geir Haarde virðist ekki hafa áhyggjur af.

Burt með þetta siðleysi úr íslenskum stjónmálum!!! Og burt með þennan bullara.

Af hverju segja menn eins og Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson af sér án þess að hafa nokkuð komið að þessum málum, en þeir seku sitja sem fastast?


mbl.is Fjármögnun viðbótarlána tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband