23.11.2008 | 20:09
Eru sumt fólk ólæst?
Það er furðulegt að lesa sum bloggin við þessa frétt. Það túlka nefnilega margir hana sem svo að hér sé verið að sýna fram á rétt lögreglunnar til að handtaka manninn og að mótmælin við lögreglustöðuna hefðu því engan rétt á sér.
Samt segir í yfirskrift fréttarinnar að pilturinn hafi ekki verið látinn vita af kvaðningu (og því ólöglegt að handtaka hann) og að sú stofnun lögreglunnar sem var með málið, hafi gert mistök!
Það er einnig athyglisvert að sjá að það er hlaupin aukin harka í skrifin hér á mbl.is - og að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, einkum Sjálfstæðisflokksins, láta í sér heyra í mun ríkara mæli en áður. Þessa hörku hefur helst verið að finna á eyjan.is en er sem sé komin hingað einnig.
Ég spái því að mótmælin fari nú að breytast, fari í annan farveg en verið hefur, og að meiri átök verði milli ólíkra skoðanahópa en áður. Brátt verði stofnuð samtök "hvítliða" sem hafi það að verkefni að "aðstoða" lögregluna við að kljást við mótmælendur (les: vinna skítverkin fyrir lögguna).
Því lengur sem ríkisstjórnin þumbast við að sitja áfram, því mun meiri hætta er á að upp úr sjóði. Það er auðvitað á ábyrgð stjórnvalda ef málin þróast á þann veg því stjórnin er algjörlega rúin trausti, hefur aðeins stuðning um innan við þriðjung þjóðarinnar.
Ábyrgð Samfylkingarinnar er mest hvað þetta varðar því hún svíkur með því vilja helmings kjósenda sinna, sem vill þessa ríkisstjórn burt og að gengið verði til kosninga sem fyrst.
Ég skora því á þingmenn Samfylkingarinnar að styðja vantrauststillögu stjórnarandstæðinga á Alþingi á morgun, eða í það minnsta að sitja hjá til að sýna óánægju sína við núverandi stjórnarsamvinnu.
Var ekki látinn vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 458040
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Torfi ég get tekið heilshugar undir það sem þú ert að segja. Hér var verið að benda á augljós mistök lögrelgunar og furðulegt hvað fólk gat lesið út úr þessu.
Brynjar Jóhannsson, 23.11.2008 kl. 20:23
Jæja. Ég styð nú ekki ríkisstjórnina, hef reyndar aldrei gert og ekki haft trú á henni. Vil byrja á að taka það skýrt fram. En hvað er málið með þennan mótmælanda? Er hann að verða einhverskonar píslarvottur kreppunnar? Þetta er að verða fáránlegt! Lögreglan hefur heimild til að handtaka hvern sem er hvenær sem er ef ástæða þykir til. En svo er mönnum að sjálfsögðu sleppt þegar mál hafa skýrst. Að sjá eyðileggingu borgabúa á verðmætum líkt og á Hverfisgötu í gær er með ólíkindum, og svo er þetta sama fólkið sem heldur að það sé að berjast gegn kreppunni. Það verða mínir og ykkar peningar sem munu fara í að laga það sem var eyðilagt. Og lögreglan varla andar frá sér, svo varlega er farið í að auka ekki spennuna.
Og svo þegar verið er að reyna að finna leiðir út úr efnahagsvandanum þá á að lama ríkisstjórnina með kosningum? Mitt álit er a seðlabankastjórnin eigi að víkja og þangað eigi jafnvel að fá erlenda fagmenn inn. En þótt ríkisstjórnin sé döpur Þá þarf einhver að standa vaktina meðan verið er að búa um hnútana. Er virkilega tími í augnablikinu til að standa í kosningum? Ætli þeir sem til þess hvetja þessa dagana, séu tilbúinir að grípa inn í sjálfir? Hvað ætla þeir að gera? Reynum að vinna saman að því að setja í fyrirrúm málefni líðandi stundar og hjálpa þeim vanhæfu stjórnendum sem ströggla núna til þess að komast fyrir þennan mikla vanda sem að steðjar í augnablikinu. Kjósum svo með vorinu
Hans (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:42
Veit ekki - kannski er það bara ég - en mér finnst texti fréttar og fyrirsögn hafa verið aðeins öðruvísi fyrst.
Mér fanst fyrirsögnin vera eitthvað á þá leið í fyrstu "Boðunarfrestur var ekki nauðsynlegur" - og þannig er td linkað á fréttina á Eyjunni.is.
Dularfullt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2008 kl. 20:58
Hans: "Lögreglan hefur heimild til að handtaka hvern sem er hvenær sem er ef ástæða þykir til"
Jú jú - en ástæðan þarf að vera fjandi góð! Ekki er ég viss um að þú tækir því vel ef þú pikkaður upp fyrirvaralaust en af góðri ástæðu. Kannske er bíllinn þinn eiginlega alveg eins og bíllinn sem ók yfir á rauðu þarna um daginn - eða kannske þú líkist eftirlýstum eiturlyfjasala. Það eru góðar ástæður - og svo er allt í lagi, svo lengi sem þér er sleppt. Skiptir engu þó þú hafir misst úr vinnu eða skóla, þó þú hafir þurft að sitja undir ærumeiðingum frá þeim sem trúa engu slæmu upp á lögguna, þó vinir þínir hafi slasast við að mótmæla handtöku þinni. Þú myndir væntanlega líka sætta þig við það ef móðir þín yrði handtekin fyrir engar sakir - bara bíða rólegur eftir að löggunni hugnaðist að sleppa henni?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.11.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.