Á að vekja kalda stríði upp á nýtt?

Samkvæmt öllum erlendum fréttum af þessum atburði var bílalest forsetanna einungis í 30 metra frá landamærum Georgíu og Suður-Ossetíu er skotið var viðvörunarskotum frá landamærastöð.

Einnig kemur fram að þeir sem skutu voru Suður-Ossetar, en ekki Rússar.

Annars er þetta ferðalag forsetanna allt hið furðulegasta og líklega til þess gert að troða illsakir við Rússa. Allir muna hvernig vestrænir fjölmiðlar og ráðamenn brugðust við þegar Georgíumenn réðust inn í Suður-Ossetíu nú í sumar og Rússar leyfðu sér að  hrekja þá til baka.

Þá lýstu t.d Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún yfir hneykslan sinni á "innrás" Rússa inn í Georgíu og fóru hörðum orðum um Rússana.

Fáum vikum seinna voru þau farin að biðla til þessara sömu vondu manna um lán til að bjarga sér úr bankakreppunni - og virtust trúa því að Rússar hefðu ekki heyrt áðurnefnd fúkyrði í sinn garð!

 


mbl.is Rússar skutu af byssum nálægt forsetabílalest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru engin eiginleg (þjóðréttarlega viðurkennd) "landamæri" milli S-Ossetíu og Georgíu. S-Ossetía tilheyrir Georgíu þrátt fyrir innrás Rússa og þjóðernishreinsanir þar.

Ert þú eitthvert handbendi Rússa eða bara svona illa lesinn?

PS. Það liggur greinilega í orðum þínum, að vegna afstöðu Geirs og Ingibjargar til innrásar Rússa í Georgíu (sem þú efast um eða hæðist að því að kalla hana innrás) hafi þau ekki mátt taka vel í að fá Rússalán. Samkvæmt þér eiga þá að vera "strings attached", ef við tökum Rússalán, þ.e.a.s. að við látum það múlbinda okkur frá því að tjá okkar ærlegu meiningu – eins og t.d. forseti Alþingis gerði í fullri samvinnu við aðra forseta norrænu löggjafararþinganna. En þú veizt kannski betur en þeir og flestir aðrir ... eða ert með hjartað á réttari stað?

Jón Valur Jensson, 24.11.2008 kl. 00:30

2 identicon

Elsku Jón Valur minn. Ég nenni nú ekki að vera að rífast við þig um þetta né annað.

Kalda stríðinu er löngu lokið og hatur þitt á Sovét þar með.

Auðvitað tilheyrir Suður-Ossetía Georgíu, rétt eins og Kósóvo tilheyrir Serbíu!

Var það ekki annars það sem forsetarnir voru að sýna, að þeir hefðu fullan rétt að ferðast um "georgískt" landsvæði?

Mín vegna hefðu Ossetarnir vel má skjóta gat á hausinn á Pólverjunum, eins mikið svín og hann er nú. Forseti Georgíu hefði einnig mátt fara sömu leið, enda frægur að endemum í heimalandi sínu, og heldur einungis völdum sem leppur Bandaríkjamanna. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 06:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ótrfúlega gróft er þetta innlegg þitt, Torfi, bættir hér gráu ofan á svart.

Jón Valur Jensson, 25.11.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 458040

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband