Loksins!

Loksins er eitthvað að gerast af viti á alþingi. Fyrst þetta með rannsóknarnefnd þingsins og svo núna þetta með frumvarpið um gjaldeyrismál.

Nú á að koma í veg fyrir að erlendir spákaupmenn (krónubréfaeigendur og fleiri) sem hafa notað sér sterka stöðu íslensku krónunnar undanfarin ár fari með það fé úr landi.

Reyndar er þeim greiði gerður með þessu því ávöxtun er enn miklu hærri hér á landi en annars staðar (vegna hávaxtarstefnunnar), auk þess sem krónan á væntanlega eftir að styrkast á þessu tveggja ára tímabili sem takmarkanirnar eiga að gilda. Spákaupmennirnir græða á hvoru tveggja - en við einnig hér heima vegna aðgengis að þessum gjaldeyri.

Reyndar finnst mér þetta frumvarp vera nokkuð loðið og veita bæði Seðlabanka og Fjármálaeftirliti full mikil völd. Ég er ekki viss um að þeim sem treystandi fyrir þeim völdum miðað við forsöguna.

Seðlabanka er aðeins veitt heimild til að takmarka gjaldeyrisviðskipi en ekki skikkað að gera það og Fjármálaeftirliti er einnig aðeins veitt heimild til sektargreiðslna (að ég best veit) allt að 75 milljónum kr. sem er alls ekki há upphæð.

Þá lýst mér betur á tilllögu Lilju Mósesdóttur um 60% skatt á gjaldeyrisviðskiptum, sem ekki tengjast verslun og þjónustu eða öðrum eðlilegum viðskiptum með gjaldeyri. Þar er ekki talað um neina heimild heldur bein og skýr lög.

Út frá þessu frumvarpi er eðlilegt að fylgja eftir kröfum um að hinir pólitískt kjörnu stjórnendur Seðlabankans og Fjarmálaeftirlitsins, sjálfstæðismennirnir Davíð Oddsson og Jónas Fr. Jónsson, verði látnir víkja  og við taki menn sem hafi hag- og/eða viðskiptafræðimenntun en séu ekki lögfræðingar án nokkurrar fyrri reynslu af fjármálastarfsemi eins og áðurnefndir menn.

Annars er hætt við að ekkert breytist og að þessi heimild verði alls ekki nýtt. 

 


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 458040

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband