Gott samstarf við atvinnulíf og launþega?

Þetta kemur nú úr hörðustu átt!!

Ég veit ekki til þess að fjármálafyrirtæki, sem þessi maður er framkvæmdastjóri fyrir, hafi hingað til haft áhyggjur af því hvernig atvinnulíf og launþegar hafi það hér á landi. Þeir hafa fyrst og fremst stundað starfsemi hér sem er á mjög lítinn hátt framleiðandi á vöru eða eflandi íslenskt atvinnulíf á annan hátt. Þeir hafa fyrst og fremst braskað með fé (annarra) og haft hag hluthafa fyrirtækja sinna leiðarljósi, ekki almennings eða atvinnulífs.

Þess vegna þarf ríkisstjórnin eða Alþingi ekki á neinn hátt að taka tillit til skoðana hagsmunaaðila eins og fjármálafyrirtækjanna, fyrirtækja sem hafa jú lagt efnahag landsins í rúst - og ættu að svara til saka fyrir það en ekki að gagnrýna aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Er ekki tími til að Mogginn hætti að leita álits hjá þessum mönnum? Eða er það bara Jón Ásgeir sem er á svarta listanum hjá Mogganum?


mbl.is Verið að veita róttæka heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega það sem ég var að velta fyrir mér. Er þetta ekki lýsandi dæmi um spillinguna og viðbjóðinn sem við þurfum að búa við hérna.

Það sýður á manni að sjá svona viðtöl!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 23:09

2 identicon

Góður Torfi !

ólafur kristjánsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband