Hvað er forseti ASí að fara?

Nýkjörinn forseti ASí hefur komið virkilega á óvart með furðulegum yfirlýsingum sínum undanfarið. Hann virðist telja sig umkominn til að leggja ríkisstjórninni lífsreglurnar, segja henni hvernig stjórnin skuli vera skipuð, reka ráðherra osfrv. Honum virðist í sérstakri nöp við viðskiptaráðherra en fóðrar það með yfirlýsingu um að fjármálaráðherra eigi einnig að víkja.

Þetta síðasta útspil hans um gjaldeyrisfrumvarp viðskiptaráðherra virðist af sama toga. Þessi óvild hans í garð Björgvins Sigurðssonar virðist koma í veg fyrir almennilega heimavinnu.

Gylfi gefur t.d. í skyn að ný lög um hömlur á gjaldeyrisviðskiptum sé ekki frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum komin. Hann hefur greinilega ekki gefið sér tíma til að lesa skýrsluna því í henni kemur klárlega fram að þessar hömlur eru til komnar að undirlagi sjóðsins.

Ég hef því miður ekki þýðingu skýrslunnar undir höndum en hér kemur helstu atriði hvað varðar gjaldeyrisviðskipti Íslendinga í skýrslu IMF:

There was broad agreement on the potential risks of further massive capital outflows and on the need for exchange rate flexibility. External pressures to unwind króna positions were mounting, and there were significant risks that domestic depositors and investors could lose confidence in the króna, despite the government’s blanket guarantee on domestic deposits. These pressures, coupled with a low level of reserves, meant that a fixed foreign exchange regime would not be credible in the prevailing situation.

At the same time, the authorities and staff agreed that the stabilization of the exchange rate needed to be a key priority of the program. A further significant depreciation of the króna could have devastating effects for the economy, given the high level of corporate and household debt denominated in foreign currency and indexed to inflation.

It was agreed that a pragmatic approach to monetary policy would be needed to stabilize the currency in the short run. On October 28, the central bank raised its policy rate by 600 basis points to 18 percent, reversing a previous cut of 350 basis points in mid- October. However, with the collapse of confidence and the openness of the economy, interest rate changes were unlikely to be enough to prevent large-scale capital outflows once restrictions on the access to the foreign exchange market for current account transactions were lifted. This pointed to the need for a combination of interest rate policy, liquidity management, foreign exchange intervention, and restrictions on capital flows. However, if these measures were unable to stem pressures for króna depreciation, the exchange rate would have to be allowed to adjust to market forces.

Þetta síðasta er sérstaklega athyglisvert í þessu sambandi, þ.e.  "the need for a combination of interest rate policy, liquidity management, foreign exchange intervention, and restrictions on capital flows."

Þetta er það sem ríkisstjórnin er að gera og verkar mjög lógískt. Ef ekkert hefði hins vegar verið gert þá hefði verðbólga aukist mjög með gífurlegu falli krónunnar og þar með öll verðtryggð lán almennings - með hruni heimilanna og innlendra fyrirtækja sem afleiðingu.

Ljóst er hins vegar að forseti ASÍ lætur sér í léttu rúmi liggja örlög almennings (sem þó er umbjóðandi hans) og innlendra fyrirtækja. Hann hefur hag lífeyrissjóðanna í huga fyrst og fremst, þ.e. þeirra sem hafa tekið þátt í braski bankanna og fjárfestingafélaganna undanfarið og skilið íslenskt efnahagslíf eftir í rúst.

Er ekki kominn tími til að verkalýðshreyfingin losi sig við þessa  atvinnu-verkalýðsleiðtoga, sem eru á margföldum launum venjulegs verkamanns, og fái í staðinn fólk sem er úr grasrótinni og ber virkilega hag venjulegs launþega fyrir brjósti?


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Torfi:Góður pistill hjá þér hérna, sammála um Veraklíðsforingja sem virðast hafa misst sjónar á tilgangi sínum.

Magnús Jónsson, 28.11.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband