12.12.2008 | 07:54
Ráðherra við sama heygarðshornið
Ljóst er af öllum fréttum að nýju bankarnir hafa haldið áfram að mismuna kröfuhöfum eftir því hvort þeir séu eigendur bankanna eða ekki.
Því er óhætt að fullyrða að aðeins viðskiptalegir hagsmunir sumra séu hafðir að leiðarljósi en annarra ekki.
Þrátt fyrir það heldur viðskiptaráðherra áfram að tönglast á því að bankarnir verði að fá að stjórna sínum eigin málum, án inngrips frá pólitíska valdinu, því rekstur bankanna verði að vera á "viðskiptalegum" forsendum en ekki pólitískum.
Í annarri frétt á mbl.is nú í morgum er fjallað um Baugsmálið og dóm Hæstaréttar (og Héraðsdóms Reykjavíkur) þar sem úrskurðað var að framferði Baugsmanna (að sitja báðum megin við borðið, selja sjálfum sér hlutafélög sem þeir eigi meirihluta í og stinga gróðanum í eigin vasa) hafi verið viðskipti en ekki fjársvik.
Segja má þá sama um bankanna, þ.e. að framferði þeirra við að hygla eigendum sínum á kostnað annarra sé viðskipti en ekki fjársvik. Þó er í áðurnefndri frétt bent á að í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög megi finna ákvæði þar sem segir að stjórn og framkvæmdastjóri félags (banka í þessu tilviki) megi ekki gera neinar þær ráðstafanir, sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.
Framferði skilanefnda og yfirstjórenda nýju bankanna hefur sýnt það að full þörf er á pólitísku inngripi í starf þeirra - og að settar verði mjög strangar reglur um starfsemi þeirra.
Afstaða viðskiptaráðherra, sem felst í því að láta bankana hér eftir sem hingað til nær algjörlega eftirlitslausa, sýnir fyrst og fremst getuleysi hans sem ráðherra og kallar á kröfur um tafarlausa afsögn hans.
Bíða eftir svörum bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.