12.12.2008 | 12:47
"kannski aðeins táknræn"?
Þetta eru furðuleg ummæli frá formanni íslenskra jafnaðarmanna, ekki síst í ljósi þess að í nágrannalöndum okkar öllum, einnig hjá þeim sem búa við hægri stjórnir, er innheimtur hátekjuskattur.
Þetta er arfur frá stjórn jafnaðarmanna á hinum Norðurlöndunum til fjölda ára. Þar er hátekjuskattur allt að 60% sem varla getur talist "kannski aðiens táknrænn".
Þá má ekki gleyma fjármagnstekjuskattinum sem er aðeins 10%. Þessi lága skattheimta hefur eflaust haft mikið að segja um áhættufíkn fjárfesta, sem hefðu örugglega hugsað sig tvisvar um ef skatturinn væri eitthvað sem um munaði.
Ekkert er talað um hækkun hans í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, enda stjórnin vön að hygla sínum.
Ljóst er að undir formennsku Ingibjargar Sólrúnar hefur Samfylkingin færst langt inn á miðju stjórnmálanna, svo langt að hún telst nú frekar til miðjuflokks eftir skandinavískri skilgreiningu en jafnaðarmannaflokks.
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.