Hvaða mörk setti Samfylkingin?

Samfylkingin hefur nú setið í ríkisstjórn í 18 mánuði án þess að hafa sett bönkunum nein mörk þrátt fyrir að hafa átt ráðherrann sem átti að sjá um þessi mál, þ.e. viðskipta- og bankamálaráðherrann. Engin bindiskylda, ekkert eftirlit með útrás bankanna, ekkert eftirlit með starfsemi þeirra yfir höfuð o.s.frv.

Svo heldur Ingibjörg því fram að Samfylkingin hafi ekki átt sök á ofsafrjálshyggjunni!! Hún hefur það svo sannarlega. Og það sem meira er, ennþá hefur hún ekkert gert til að snúa við blaðinu.

Hún hefur ekki lagt fram neinar áætlanir um að breyta málunum, engar auknar álögur á hátekju- og fjármagnstekjufólk, engar hugmyndir um að færa til eignarhaldið í samfélaginu, engar hugmyndir um að halda bönkunum í ríkiseign (heldur er einkavinavæðingin boðið enn á ný), bankaleyndin ekki afnumin o.s.frv.. Álögurnar lenda eins og venjulega á lag- og miðlungstekjufólki, sjúklingum og þeim öðrum sem eiga undir högg að sækja.

Nei! "Ekki benda á mig"-pólitík Samfylkingarinnar er ekki trúverðug, enda er flokkurinn rúinn trausti þjóðarinnar.

Og það sem verra er fyrir Samfylkinguna. Formaður flokksins hefur algjörlega fyrirgert trausti almennings. Auðvitað er réttast að hún stigi til hliðar og gefi öðrum Samfylkingarmanni eftir sæti sitt í ríkisstjórninni - já eða fari einfaldlega með flokkinn úr ríkisstjórn.


mbl.is Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 84
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 333
  • Frá upphafi: 459254

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 295
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband