Merkileg frétt

Meðan allra augu hvíla á Ísrael og framferði þeirra á Gazaströndinni birtir Morgunblaðið frétt um  meint mannréttindabrot helstu andstæðinga Ísraela, Íran, á mannréttindakonu þar í landi.

Merkileg frétt segi ég vegna þess að á sama tíma sendir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frá sér harðorða yfirýsingu um hernað Ísraela og krefst þess að Ísrael dragi strax her sinni í burt frá Gaza og að vopnahlé verði fyrirskipað tafarlaust.

Um þetta segir hins vegar lítið sem ekkert á mbl.is, aðeins sent út myndband sem sýnir frá fundi í Öryggisráðinu. Engin skýring á íslensku fylgir með, aðeins sagt í fyrirsögn hvað yfirlýsingin hefur í sér, og enginn texti fylgir yfirhöfuð.

Samt er þetta ein athyglisverðasta ályktun (resolation) sem Öryggisráðið hefur samþykkt á síðustu árum - og það líka að Bandaríkjamenn beittu ekki neitunarvaldi sínu eins og venjulega (heldur sátu hjá, eitt 15 ríkja ráðsins).

Er Mogginn enn fastur í kaldastríðsáróðri síðustu aldar þar sem Palestíumenn voru hinir vondu kommar en Ísrael hinir góðu kapitalistar?

 


mbl.is Fékk póst frá Shirin Ebadi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband