Refsiaðgerðir gegn Ísrael

Þá er næsta skrefið hjá Öryggisráðinu að samþykkja refsiaðgerðir gegn Ísrael, því það er mjög alvarlegt mál þegar ályktum ráðsins er ekki hlýtt.

Við hér heima getum gert ýmislegt til að þrýsta á Ísraelsmenn. Viðskiptabann er eitt ráðið og annað að slíta stjórnmálasambandi, en með þessa mið-hægri stjórn við völd er lítil von til þess. Ingibjörg Sólrún hefur t.d. runnið illilega á rassinn með sínar harðorðu yfirlýsingar í garð Ísrael og virðist hafa verið kölluð á teppið hjá húsbóndanum því eftir fyrstu viðbrögð hennar heyrist lítið þaðan. Minna má á að ríkisstjórnin hafði aðeins hærra þegar Rússar ráku árásarher Georgíu út úr suður-Ossetíu og kvartaði hástöfum um ofbeitingu valds!

Hins vegar eru til önnur ráð, eins og t.d. Norðmenn hafa tekið upp.  Menningarsamtök þar í landi hafa samþykkt að hafna öllum menningarsamskiptum við Ísrael, spila ekki tónlist þaðan í útvarpi, sýna ekki frá menningarviðburðum þaðan og gefa ekki út bækur ísraelska rithöfunda. 

Þetta gætu íslensk mennignarsamtök gert, auk þess sem sjálfsagt er að hætta að kaupa vörur frá Ísrael.

Best er þó að skipuleggja fjöldamótmæli gegn árásarstríðinu á Gaza og fá sem breiðasta fylkingu ólíkra samtaka að taka þátt.

 

 


mbl.is Ísraelar halda hernaði áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

ÞAð ætti að refsa Sameinuðu þjóðunum fyrir að hafa stolið Kosovo af Serbum,ráðist á saklausa Serba og refsað Serbum fyrir þessa svokallað helför  gagnvart múslimum sem gerðist ekki í serbíu.

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.1.2009 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 458040

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband