Flott framtak!

Gott að sjá að það eru einhverjir virkilega tilbúnir að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á Palestínumönnum - og það á þennan myndræna og táknræna hátt.

Og það er ánægjulega að sjá að Mogginn er eitthvað farinn að vanda sig við fréttaflutninginn. Hann er amk. hættur að fullyrða að rauðri málinu hafi verið slett á opinberar byggingar eins og hann fullyrti að hafi verið gert hvað utanríkisráðuneytið varðaði - og talar nú í staðinn um rauðan lit!

Vísir.is er þó ekkert að hafa fyrir því að leiðrétta vitleysuna með málninguna heldur endurtekur hana í sinni frétt um málið. Þar segir einnig að flugeldir hafi verið sprengir (þ.e. púðurkellingarnar!). Vísir bætir við af sinni alkunnu smekkvísi að nokkrir mótmælendanna hefðu "hlaupið í kringum húsið öskrandi og lömdu á glugga byggingarinnar. Síðan lögðu þeir einhverskonar klæði á tröppurnar fyrir framan og sprengdu flugeld í garðinum." Ætli Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarfréttastjóri blaðsins hafi lagt blessun sína yfir þessa frásögn?

Þá var viðtal við Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra sem sér ekki muninn á framferði Ísraela og Hamas, þ.e. drápum á nærri 900 Palestínumönnum meðan aðeins 13 Ísraelar hafa fallið (flestir fyrir eigin vopnum), og stanslausum sprengjuárásum á heimili, sjúkrahús, sjúkrabíla og innra stjórnkerfi Gazabúa!

Er ekki kominn tími til að Samfylkingarmennirnir sjái muninn á sér og þessum grímulausa fasisma sem Þorgerður Katrín er málsvari fyrir?

Eða er kannski enginn munur þar á? Nei líklega ekki, a.m.k. er hann enginn að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur!

 


mbl.is Hvítskúrað stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Rocco: Nei, það var einmitt ekki Hamas (nota bene - Hamas er ekki það sama og Palestína) sem braut vopnahléið (nota bene - ekki friðarsamningur) heldur var það Ísraelar sem höfðu brotið það í byrjun nóvember. Nú er spurningin sú hvort þú þurfir ekki að kynna þér málið (og í leiðinni kynna þér íslenskt málfar)?

Björgvin Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband