12.1.2009 | 14:01
Ekkert hægt að skilja þar á milli?
Í ljósi þessarar athyglisverðu ályktun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza eru fordæmdar, sagðar margvísleg brot á mannréttindum íbúanna þar sem bitni fyrst og fremst á almennum borgurum og sjúkrastofnunum, og vera markviss tilraun til að eyðileggja innviði Gaza, er vert að benda á orð Þorgerðar Katrínar á mbl.is:
Sjá http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/12/hvitskurad_stjornarrad/
Þar segist hún fordæma báða og að það sé "ekkert hægt að skilja þar á milli"!
Reyndar má sjá að fulltrúar Evrópusambandsins eru svo sem ekkert langt frá þessum tvískinnungi íslenskra hægrimanna gagnvart fjöldamorðunum á Gaza og skýrir kannski ágætlega hvernig Ingibjörg Sólrún getur kinnroðalaust fullyrt að enginn ágreiningur sé um þetta mál innan ríkisstjórnarinnar!
Ég segi bara: Velkomin í Evrópusambandið kæra íslenska þjóð og til hamingju með þessa ríkisstjórn! Við eigum eflaust ekkert betra skilið.
Mannréttindaráð SÞ ályktar gegn árásum Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 43
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 292
- Frá upphafi: 459213
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 268
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er engin munur á árásum Ísraelsmanna og Palestínumanna??? Þorgerður er ekki með raunveruleikann á hreinu eða þá styður hún þessi fjöldamorð! Mótmæli kl 09 í fyrramálið hjá Iðnó...
Dorje, 12.1.2009 kl. 15:03
Ætlið þið líka að mótmæla morðum á þúsundum Gyðinga sem Hamas hefur staðið fyrir á síðustu átta árum með sjálfsmorðssprengjum, bílasprengjum, skotárásum og flugskeytum? Eða teljið þið kannski að þeir eigi að fá að halda áfram að drepa Gyðinga í friði og að Ísrael eigi ekki að fá að verja sig?
Kristinn (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:38
Kristinn. Síðan í september 2009 hafa öll hryðjuverkasamtök Palestínumanna til samans orðið rétt rúmlga eitt þúsund Ísraelum að bana. Þar af hátt í þrjú hundruð hermönnum. Hamas hefur aðeins drepið hluta þessa fólks. Það er því út í hött hjá þér að tala um "þúsundir" manna, sem Hamas hafi drepið.
Á sama tíma hafa Ísraelar drepið um fimm þúsund Palestínumenn. Ísraelsher hefur því drepið fimm sinnum fleira fólk en öll hryðjuverkasamtök Palestínumanna til samans. Það fer því ekki á milli mála hver eru grimmustu, miskunarlausustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtök Miðausturlanda. Það er ísraelski herinn.
Sigurður M Grétarsson, 12.1.2009 kl. 17:08
September 2009? Heldurðu að ég gæti fengið að prófa þessa tímavél hjá þér? Þessi dagsetning, eins og allt annað sem þú segir, stenst ekki. En reiknum samt með því að þú hafir rétt fyrir þér. Þú segir að þeir hafi drepið 1000 Ísraela en að innan við 300 þeirra hafi verið hermenn. Það þýðir að yfir 70% af þeim sem Palestínumenn drepa eru óbreyttir borgarar. Samkvæmt nýjustu tölum sem ég hef heyrt, hafa fallið tæplega 900 Palestínumenn í þessum átökum sem nú standa yfir og eru eitthvað um 350 þeirra "saklausir borgarar" (reyndar finnst mér vafasamt að kalla einhvern alveg saklausan sem hefur kosið hryðjuverkasamtök í stjórn). Það þýðir að um 38% eru óbreyttir borgarar.
Miðað við þínar eigin tölur hafa Palestínumenn drepið hlutfallslega helmingi fleiri óbreytta borgara en Ísrael. Hefur þú mótmælt því, eða finnst þér allt í lagi að drepa óbreytta borgara, svo framarlega sem þeir eru Gyðingar?
Kristinn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:47
Nei mér finnst ekki í lagi að drepa óbreytta borgara hvorki á Gasa né í Ísrael.
Af þeim 900 Palestínumönnum, sem Ísraelar hafa drepið eru um 350 konur og börn. Stór hluti fullorðinna karlmanna, sem Ísraelar hafa drepið eru líka óbreyttir borgarar. Lögreglumenn, sem ekki hafa tekið þátt í hryðjuverkum eru líka óbreyttir borgarar þó þeir séu vopnaðir rétt eins og lögreglumenn eru viðs vegar í heiminum. Það er því að eins lítið brot þeirra 900 Palestínumanna, sem Ísraelar hafa drepið, sem geta talist til hryðjuverkamanna.
Við skulum hafa það á hreinu að meira að segja vígamenn Palestínumanna geta ekki talist til hryðjuverkamanna nema þeir hafi ráðist vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir úr hópi palestínskra vígamanna, sem einungis hafa ráðsist á ísraelska hermenn teljast til andspyrnumanna en ekki hryðjuverkamanna. Hernumin þjóð hefur nefnilega rétti til vopnaðrar andspyrnu við hernámi samkvæmt Genfarsáttmálanum og telst stlíkt til sjálfsvarnar. Það er engin munur á því þegar Palestínumaður ræðst á ísraelskan hermann og því þegar apdspyrnumenn á hernámssavæðum Þjóðverja í síðari heimstyrjöldinni réðust á þýska hermenn.
Ef þér finnst vafasamt að kalla einhvern óbreyttan borgara, sem hefur kosið hryðjuverkasamtök í stjórn þá eru ísraelskir kjósendur þar í flokki. Þeir hafa trekk í trekk kosið grimma stríðsglæpamenn í stjórn og ísraelska ríkið rekur ríkisrekna hryðjuverkastarfsemi með grimmustu, miskunarlausustu og blóði drifnustu hryuðjuverkasamtökum Miðausturlanda, ísraelska hernum.
Ísraelski herin hefur drepið fleiri palestínsk börn en nemur fjölda fórnarlamda allra palestínskra hryðjuverkasamtaka til samans.
Það eru Ísraelar, sem eru hernámsliðið í Miðausturlöndum. Það eru því þeir, sem eru árásaraðilinn í þessari deilu. Það eru þeir, sem eru "þjóðverjar" Miðausturlanda svo samlíking sé tekin frá Evrópu frá tíma síðari heimstyrjaldar. Þeir hafa margítrekað áðist á nágrannalönd sín og þeir hafa hernumið og viðhaldið hernámi á landi Palestínumanna í marga áratugi og allan tíman komið fram við íbúa hernámssvæða sinna af mikilli
Sigurður M Grétarsson, 13.1.2009 kl. 11:55
Hvað gildir sá réttur lengi eftir að hernámsliðið er farið og búið er að semja um frið? Ísrael tók ekki aðeins herlið sitt tilbaka, heldur neyddur þeir alla Gyðinga á svæðinu, jafnvel þá sem höfðu búið þarna í margar kynslóðir, að yfirgefa Gaza fyrir þremur og hálfu ári. Palestínumenn höfðu lofað því að þá mydu þeir hætta árásum á Ísrael. Það gerðu þeir hins vegar ekki, heldur juku þeir árásirnar. Á hvaða "rétti" var það byggt?
Kristinn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.