Hræsni

Á sama tíma er upplýst að stærsta sending af vopnum sem nokkurn tíma hefur verið send fyrr eða síðar, sé á leiðinni til Ísraels frá Bandaríkjunum með viðkomu í Bretlandi.

Vopnin sem Ísraelsmenn nota við fjöldamorðin á Gaza eru og öll komin frá Bandaríkjunum og virðist sem Ísraelar þurfi ekkert að borga fyrir þau.

Menn eru að velta fyrir sér hvort árásir Ísraela nú séu tilkomnar vegna þess að eftir komu Obama í forsetastól verði ekki lengur hægt að ganga milli bols og höfuðs á Palestínumönnum.

Þetta er regin firra og  ljóst af öllum yfirlýsingum Obama að ekkert muni breytast við valdatöku hans (No Change). Talsmaður hans hefur t.d. nýlega vísað á bug að Obama muni tala við Hamas (eins og fullyrt hefur verið). Það yrði ekki gert fyrr en þau viðurkenndu tilvist Ísraelsríkis og hættu öllum hryðjuverkum (les: hætti allri andspyrnu).

Þá hefur Obama margoft lýst því yfir að hann muni styrkja Ísrael með hátæknivopnum til að verjast "árás" frá Íran. Aðalatriðið sé að tryggja öryggi Ísraelsríkis! Vopnasendingar til Ísraels munu því aukast með tilkomu Obama í forsetastól frekar en hitt!

Við munum því eiga vona á frekari þjóðarmorði á Gazabúum enn um sinn - og það eflaust lengi eftir að Obama tekur við - sem er eftir fjóra daga!

Er ekki kominn tími til að einangra þessa vopnasjúku tvíbura, Ísrael og USA, á alþjóðavettvangi - og það sem fyrst? 


mbl.is Skrifað undir samkomulag um að stöðva vopnasmygl til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamas eru valdasjúk hryðjuverkasamtök, sem hafa ekkert siðferði og gefa skít í þjóðarmorð. Aðal atriðið er að semja EKKI um frið við gyðinga, enda hafa samtökinn alltaf eyðilagt friðarummræður og byrjað með hryðjuverkum á Ísarel.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 458041

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband