Gott framtak

Það skrifa 62 ljóðskáld undir yfirlýsinguna sem hlýtur að teljast mjög góð þátttaka í svona undirskriftasöfnun.

Hér feta íslenskir listamenn í fótspor kollega sinna í Noregi og Svíþjóð sem hafa gert það sama.

Vonandi verður þetta framtak til þess að það heyrist í fleiri svipuðum samtökum - og frá öðru svo sem stjórnmálaflokkunum. Ég man ekki til þess að hafa heyrt frá neinum þeirra um þjóðarmorðið á Gaza, m.a.s. ekki Vinstri grænum sem yfirleitt hafa stutt málstað Palestínu dyggilega.

Þá mætti félagið Ísland-Palestína alveg láta heyra meira frá sér og efna til fleiri mótmæla. Mér finnst t.d. eðlilegt að sýnd sé samstaða með Gazabúum í mótmælunum á Austurvelli en við, jafnt og þeir, erum fórnarlömb heimsvaldastefnu kapitalismans og nýfrjálshyggjunnar sem engu eirir.


mbl.is Íslensk ljóðskáld mótmæla ástandinu á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagið Ísland-Palestína stóð nú síðast fyrir fundi í gær í Háskólabíói. Svo vorum við einnig með fund í Iðnó og mótmæli á Lækjartorgi og við Bandaríska sendiráðið.

Aðgerðahópurinn Gaza-Ísland stóð fyrir gjörningi við Stjórnarráðið og Alþingishúsið til að líkja eftir ástandinu á Gaza og mótmæla fjöldamorðunum. Félagið Ísland-Palestína hefur líka gefið út yfirlýsingar þar sem afstaða félagsins kemur skýrt fram.

Ég styð hins vegar heilshugar hvers konar mótmæli gegn ástandinu og skal fús mæta á þau ef ég á möguleika á og hvetja aðra til slíks hins sama. Það er svo alveg fleira á dagskrá hjá félaginu en ég hef samt ekki dagskrána alveg á hreinu, svo ég læt þig vita þegar ég veit meira.

Hjartanlega sammála því að þetta er glæsilegt framtak. Því meira, því betra.

Bestu kveðjur

Einar Steinn

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband