17.1.2009 | 17:44
Einhliða vopnahlé
Ljóst að að Ísraelar ætla ekki að ganga að þeim vopnahlésskilmálum sem Egyptar hafa lagt til heldur munu þeir samþykkja einhliða vopnahlé og það án þess að draga her sinn burt frá Gaza.
Þetta þýðir að þeir munu haga gerðum sínum að eigin geðþótta í trássi við ályktun Öryggisráðsins og samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna en bæði kröfðust þau tafarlauss brottflutnings alls heraflans frá Gaza.
Þetta virðist Ísraelar ætla að komast upp með, með hjálp frá Bandaríkjamönnum, Bretum, Frökkum og Þjóðverjum en þrjú síðasttöldu ríkin senda nú herskip til Gazastrandar til að koma í veg fyrir vopnasmygl til Palestínumanna.
Á meðan að leiðtogar stórveldanna leyfa Ísrael að komast upp með stríðsglæpi sína á Gaza verður umheimurinn sífellt upplýstari um framferði Ísraelshers þar. Áróðursstríðinu er að ljúka með algjörum ósigri Ísraela.
Nú síðast bárust fréttir frá blaðamönnum danska blaðsins Politiken sem komust inn á Gaza í gegnum Egyptaland. Þeir staðfesta það sem áður hefur verið haldið fram að Ísraelsher skjóti vísvitandi og meðvitað á almenna borgara. Skólar og moskur hafa verið sprengdar í rúst í suðurhluta landsins og nú í dag var heil fjöldskylda drepin nema fjölskyldufaðirinn sem ekki var heima en hann er háttsettur meðlimur í Hamas.
Þetta minnir á gamla kvæðið, Slysaskot í Palestínu ...
Nú er það ekki eitt lítið barn sem er drepið í stað föður þess heldur heil fjölskylda. Er nema von að umheiminum sé flökurt?
Ísraelar við það að ná markmiðum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 101
- Sl. sólarhring: 125
- Sl. viku: 350
- Frá upphafi: 459271
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 310
- Gestir í dag: 78
- IP-tölur í dag: 77
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.