Mogginn gefur sig ekki!

Enn er verið með neikvæðar fréttir um Hamas og orð eins og "hótun" notað. Aldrei hef ég séð þetta orð notað um yfirlýsingar Ísraela, eða annarra staðfastra þjóða sem eru í vina- og hernaðarsambandi við USA.

Þá er lítið sagt frá hjálparstarfi meðal íbúa Gaza. Í öðrum netmiðlum á Norðurlöndum er mikið fjallað um það, og það andlega ástand sem einkennir íbúana. Fólk er alveg á mörkum þess að orka lifa lengur. Það er algjörlega að niðurlotum komið og þolir einfaldlega ekki meiri hörmungar.

Kirkjurnar á Norðurlöndum safna nú, allar nema ein, sem óðast hjálpargögnum og senda til Gaza í gegnum aþjóðleg hjálparsamtök kirkna ACT International, sem er skammstöfun fyrir Action of Churches Together.

Hjálparstarf kirkjunnar hér á landi er aðili að þessum samtökum en samt heyrist ekkert frá þeim um málið. Engin söfnun er í gangi hér á landi fyrir Palestínumenn og ekkert vitað um að Hjálparstarf íslensku kirkjunnar ætli að taka þátt í neyðaraðstoðinni við Gazabúa.

Þá heyrst ekkert frá framkvæmdastjóra samtakanna, Jónasi Þórissyni. Annað hvort veit hann ekki af eyðlileggingunni og drápunum þar eða hann er þeim samþykkur.

Þarna er jú Guðs útvalda þjóð að verja sig. Eða er það kannski aðeins skoðun gyðinga að þeir séu Guðs útvalin þjóð en ekki skoðun þeirra kristnu, sem telja sig víst vera hin nýja Ísrael?

Þögn er jú sama og samþykki.


mbl.is Hóta að vopna Hamas að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tók eftir slagsíðunni við fyrirsögnina:"Íraelar lýsa yfir vopnahléi." Þegar vopnahlé getur aldrei verið annað en samkomulag beggja stríðandi fylkinga.  Þeir taka náttúrlega fréttirnar sínar copy paste af Zíonískum fjölmiðlum, sem eru Amerískir fjölmiðlar meira og minna.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 13:50

2 identicon

Hvernig öðruvísi eiga þeir að sjá til þess að almenningur horfi á hóp fólks, sem er pirraður yfir yfirgangi þeirra sem þykjast ráða, sem hryðjuverkasamtök?

Spurning um að þeir fari að beita þessu á langþreytta Íslendinga líka..

Askur (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:57

3 identicon

Ég veit ekki, það eru til svo margar aðferðir að salta í Torfi, en ég læt þó nægja að benda á þessa frétt, sem er birt þremur mínútum eftir hina ósanngjörnu "hótunarfrétt" Hamas. Taktu eftir orðinu sem notað er í línu nr. 2 Torfi.

Torfi, ég hóta því að skifa oftar á síðuna þína, nema að þú takir dálítið til í kollinum á þér.

Deux (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:12

4 identicon

Skrítið hvað maður getur heyrt (og lesið) fréttir á mismunandi hátt.. ég heyri ekkert nema illt tal um Ísrael .. ..

Kannski er það vegna þess að Íslam er mesta viðurstyggð sem ég veit um :)

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mogginn á að birta propaganda israela og ekki "brengluð viðhorf"  Þetta vita menn.  Annars verður tekið í lurginn á þeim.

Half of Gazan children need mental care:

http://www.presstv.ir/detail.aspx?id=82935&sectionid=351020202

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 36
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 285
  • Frá upphafi: 459206

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband