20.1.2009 | 09:26
Hvað gerir alþjóðasamfélagið?
Það er ljóst að Ísrael ætlar alls ekki að draga herlið sitt frá Gaza, þrátt fyrir að Öryggisráðið hafi krafist þess og það fyrir nær tveimur vikum síðan. Menn hafa verið að gera því skóna að Ísraelar hafi viljað byrja og ljúka stríðinu áður en Obama tekur við sem nýr forseti Bandaríkjanna (sem er í dag) en svo er greinilega ekki. Líklega telja þeir sig ekki hafa neitt að óttast meðan helsti ráðgjafi forsetans er öfgafullur gyðingur, sem gerist eitt sinn sjálfboðaliði í her Ísraela til að berja á Palestínumönnum.
Eyðileggingin á Gaza kemur nú æ betur í ljóst eftir því sem fleiri vestrænir fréttamenn fá inngöngu á svæðið.
Í bænum Jabalya í Norður-Gaza stendur vart steinn yfir steini eftir eyðileggingu af hálfu landhers Ísraela. Hótel, verksmiðjur sem framleiddu vörur eins og olífuolíur, sement og rafmagstæki, og heimili hafa verið lögð í rúst. Skriðdrekarnir hafa haft það að leik að eyðileggja olífuframleiðslu á svæðinu með því að aka yfir trén og rústa þeim.
Sjá http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/midtosten/article2876356.ece
Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsmenn stunda það að eyðileggja atvinnuvegi Gazabúa en það hafa þeir iðulega gert þegar þeir hafa ráðist þar inn (eyðilagt gróðurhús þeirra osfrv.).
Á þetta horfir alþjóðasamfélagið aðgerðalaust. Það eina sem það gerir, þ.e. hópur hinna staðföstu vinaþjóða Bandaríkjanna og Ísraels, er að lofa (hóta?) að senda eftirlitssveitir til landamæra Gaza til að koma í veg fyrir vopnasmygl til Palestínumanna! Eru þar Englendingar, Þjóðverjar, Frakkar, Danir og Hollendingar fremstir í flokki.
Sem sé. Enn á að efla eftirlitið með fangelsinu á Gaza, nú með aðstoð þeirra ríkja sem eru nú þegar (eða voru) með herlið í Írak og Afganistan. Kúgunin eykst bara.
Maður spyr sig hvernig hin vestrænu kapitalísku ríki hafi efni á þessu í miðri heimskreppu. Svarið er auðvitað það, að alþýðan í þessum löndum tekur á sig kreppuna, ekki ríkisvaldið.
Milljarðar í enduruppbyggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.