22.1.2009 | 10:41
Leppar?
Þetta er í meira lagi vafasöm frétt enda skrifar enginn blaðamaður Moggans sig fyrir henni, sem er harla óvenjulegt.
Á Eyjunni fer fram mikil umræða um fréttina og virðast flestir vera sammála um að þessir "erlendu fjárfestar" séu leppar einhverra Íslendinga, þ.e. útrásarvíkinganna sem ætla að nota þjófsféð sem þeir komu undan til Bresku jómfrúreyjanna eða á einhverja aðra skattaparadís, til að kaupa upp fjölmiðlana hér og nota í sína þágu.
Sjá http://eyjan.is/blog/2009/01/22/tveir-erlendir-fjarfestar-raeda-storfelld-eignakaup-a-islandi-vilja-eignast-morgunbladid/
Í einu innlegginu er vísað til umræðu um annan þessara kappa, Ástralann Steve Cosser, og hvernig hann stakk af frá stórskuldum vegna fjölmiðlafyrirtækis sem hann átti og er langt komið með að fara á hausinn.
Sjá http://forums.whirlpool.net.au/forum-replies-archive.cfm/778923.html
Önnur frétt um þennan vafasama náunga er hér: http://www.theage.com.au/news/business/the-end-of-a-dream-as-pay-tv-pioneer-cosser-unwires-himself/2007/07/09/1183833431125.html
Það er auðvitað skandall að þessir menn hafi átt 38 fundi á fjórum og hálfum degi með íslenskum "athafnamönnum"!!!
Það er greinilegt að enn er nóg til af spilltum einstaklingum í banka- og fjármálakerfinu hér uppi á skerinu. Það er greinilega mikið hreinsunarverk óunnið og kominn tími til að við fáum hæft fólk í ríkisstjórn til þess.
Af fréttum í fjölmiðlum í nott og nú í morgun má sjá að spillingaröflin ætla ekki að láta af völdum baráttulaust. Nú er verið að reyna að koma höggi á andstæðinga ríkisstjórnarinnar, og þeim sem hafa mótmælt spillingunni, með því að láta alla mótmælendur líta út sem skríl.
Ég segi bara eitt. Látum ekki fjölmiðlafólk sem er á launum hjá útrásarvíkingunum eyðileggja mótmæli okkar.
Látum ekki heldur lítinn hóp uppivöðslusamra skólakrakka, auk örfárra geðsjúklinga, eyðileggja mótmælin.
Fjarlægjum skemmda eplið svo að við náum að komast fyrir hina raunverulegu rotnun, þá sem býr í valdakerfi Sjálfstæðisflokksins.
Erlendir fjárfestar sýna rekstri Árvakurs áhuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.