22.1.2009 | 10:56
Pöntuð könnun?
Athygli vekur að þetta er fyrsta könnunin sem hefur birst í langan tíma. Það er eins og hún hafi verið pöntuð af Framsóknarflokkum í kjölfar landsfundarins til að athuga um viðbrögðin.
Og sú pöntun sýnir sig hafa mikið áróðursgildi: 12% fylgisaukning!!!
Ljóst er að þarna hafa Vinstri grænir látið taka sig illilega í bólinu. Ef skoðanakönnun sem þessi hefði verið gerð fyrir landsfund framsóknar (eftir pöntun Vg) er nær öruggt að VG hafi fengið hátt í 40% atkvæða.
Þessi könnun er vel marktæk því 1800 manns svöruðu. Hún sýnir vel að ríkisstjórnin nýtur alls ekki fylgis meirihluta þjóðarinnar - og fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í um 20% atkvæða!! Samfylkingin kemur enn mun betur út en íhaldið - og þar er fjöldi mótmælenda enn inni!
Mótmælendur er því greinilega fulltrúar stórs meirihluta þjóðarinnar. Þeir eru þjóðin, en ekki ríkisstjórnin!
Framsókn með 17% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 458040
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vil benda þér á að Samfylkingin er með 16.7% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 24.3%. Það er því greinilegt að Samfylkingin kemur verr út, eru fjórði stærsti flokkurinn miðað við þessar tölur.
Leifur Finnbogason, 22.1.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.