Hlutdrægur fréttaflutningur

Versti fréttaflutningur af mótmælunum undanfarna daga hefur maður heyrt á Rúv. Hún segir fyrst og fremst fréttir frá sjónarhóli lögreglunnar, eða réttara sagt áróðri hennar.

Fyrst var það Björn Malmqvist sem sagðist undrast langlundargeð lögreglunnar. Það var eins og við manninn mælt. Lögreglan hóf að beita friðsömum mótmælendum klárlegu ofbeldi með að grípa til piparúða og hrinda fólki sem hafði tekið sér stöðu í Alþingisgarðinum og gert það eitt af sér að berja saman pottlok og framleitt annan hávaða.

Þá var í fréttunum talað um múg og fleiri neikvæð orð notuð um mótmælendur. Einnig er fólk eins og Linda Blöndal og frú Hagalín greinilega hlutdrægt og hneykslað á mótmælendum. Meira að segja gamli andófsmaðurinn Broddi Broddason á erfitt með að leyna vandlætingu sinni. Hann er augljóslega búinn að sitja alltof lengi á sáttarstól og ætti að fara að stíga upp af honum.

Geirjón Þórisson var hins vegar góður í hádegisfréttum Útvarps og bendir á að lögreglan sé ekki andstæðingur fólksins (þó manni finnist nú að margir lögreglumenn telji sig andstæðinga mótmælenda og beiti fólki allt of miklu harðræði).  Geir Jón bendir einnig á að lítill hópur mótmælenda sé að notfæra sér mótmælin til ofbeldisverka. 

Fréttamenn margir hverjir eru hins vegar að reyna að setja alla mótmælendur undir þann hatt. Gaman væri að fá að vita af hverju þeir ganga miklu lengra en sjálfur yfirlögregluþjónninn í áróðri sínum gegn mótmælendum.

  


mbl.is Fámenn mótmæli við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband