22.1.2009 | 17:24
Sitja áfram í óþökk flokkssystkina sinna!
Það er greinilega ljóst að margir þingmenn og allir ráðherrar Samfylkingarinnar ætla ekki að fara að afdráttarlausri kröfu félags Samfylkingarinnar í Reykjavík frá því í gærkvöldi, þ.e. að slíta stjórnarsamstarfinu. Þeir ætla sér að sitja áfram hvað sem tautar og raular eins lengi og sætt er.
Þetta er líklega ástæða þess að ráðherrar flokksins, þau Össur og Jóhanna, hunsuðu félagsfund sinnar eigin flokksdeildar. Vonandi man hinn óbreytti félagsmaður þetta í komandi prófkjöri og hugsar þeim þegjandi þörfina.
Eftir þessa yfirlýsingu Össurar þá fellur stjórnin ekki í dag né á morgun.
Og það sem verra er. Hún situr a.m.k. fram að flokkstjórnarfundi nú um miðjan febrúar og þá eflaust fram að landsfundi flokksins sem boðaður verður í kjölfarið.
Fólki er því óhætt að fara aftur út á götur og torg og halda áfram verki sínu við að koma þessari óstjórn frá. Mótmælin eru rétt að byrja.
Ef allt fer í bál og brand þá ber Samfylkingin ábyrgðina.
Viljum ekki stjórnarkreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við hverju býstu ?
Samfylkingin er þekkt fyrir "umræðustjórnmál", þar sem yfirleitt er gjammað meira en innistæða er fyrir. Sbr. viðtal við varaformanninn í gær.
Sem einmitt er bara varaformaður á pappírunum, því Össur er alltaf "talsmaður" þegar ISG er fjarverandi.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 17:58
Og ekki má gleyma garminum henni Jóhönnu Sigurðardóttur, sem að sögn er svo ógurlega vinstrisinnuð. Henni er fagurt frillulífið með íhaldinu, þrátt fyrir vera sögð svona ógurlega til vinstri.
Jóhannes Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.